Móttökur, veitingar og sýningar

Salurinn

Salurinn er einn af vaxtarbroddum tónlistarlífsins í landinu og hefur átt verðskuldaðri velgengni að fagna. Salurinn er fyrst og fremst tónleikasalur en hann er líka einstaklega vel búinn til ráðstefnu- og fundarhalda auk þess sem forsalurinn hentar vel fyrir alls kyns móttökur, veislur og sýningar.

Móttökur og sýningar

Forrými Salarins rúmar um 300 manns og hentar einstaklega vel fyrir veislur, mótttökur og sýningar. Salurinn býður upp á fjölbreytta þjónustu til að gera viðburðinn sem ógleymanlegastan. Þegar forsalurinn er leigður út fyrir veislur eða móttökur fylgir með aðstoð frá umsjónarmanni hússins auk þess sem þrif eru innifalin. Frekari upplýsingar má nálgast í síma 441 7500 eða með því að senda fyrirspurn á salurinn@salurinn.is

Veitingar

Upplýsingar um veitingaþjónustu í Salnum er í síma 441 7500 eða á netfangið salurinn@salurinn.is.