Helgi Björnsson | Af fingrum fram

24. október 2019
20:30
Uppselt

Hin sívinsæla spjalltónleikaröð Jóns Ólafssonar.

Helgi Björns verður betri og betri með hverju árinu eins og síðustu sólóplötur kappans sanna. Ferill hans er litskrúðugur og það verður örugglega líf og fjör hjá þeim Jóni þetta kvöld í Salnum. Helgi hefur verið í fremstu röð allt frá því hann kom fram á sjónarsviðið með hljómsveitinni Grafík. Nauðsynlegt er einnig að nefna SS Sól og Reiðmenn vindanna en báðar

sveitirnar njóta gríðarlegra vinsælda.  Leikhús og bíó hafa einnig verið fyrirferðamikil hjá Helga Björns og víst er að margt mun bera á góma í Salnum.