Af fingrum fram í 10 ár | KK

15. nóvember 2018
20:30
Uppselt

Tíu gestir á tíu tónleikum í tilefni tíu ára afmælis Af fingrum fram með Jóni Ólafs og gestum í Salnum

Skipstjórinn og söngvaskáldið Kristján Kristjánsson er þjóðargersemi og hefur samið músík sem þjóðin hefur fyrir löngu eignað sér. Svo er hann líka svo ósköp þægilegur á öldum ljósvakans.

When I think of angels, Bein leið, Svona eru menn o.fl. lög fá að óma um Salinn á milli þess sem slegið verður á létta strengi þegar skautað verður í gegnum feril Kristjáns Kristjánssonar.

Ef keyptir eru miðar á þrenna eða fleiri tónleika í Af fingrum fram tónleikaröðinni er miðaverðið kr. 4.150 á tónleika í stað kr. 4.900