Grísk og spænsk ljóðatónlist
Gríska mezzosópransöngkonan Marina Karagianni og píanóleikarinn Eva Þyri Hilmarsdóttir flytja þjóðlagaskotna efnisskrá frá Grikklandi og Spáni.
Verkin á efnisskránni eiga það sameiginlegt að vera annað hvort þjóðlagaútsetningar eða innblásin af þjóðlögum. Tónskáldin deila sinni einstöku ástríðu fyrir þjóðlögum, hafa jafnvel safnað þeim og þannig stuðlað að varðveislu þeirra og svo notað þau óspart í tónsmíðum sínum.
Flutt verða Cinco Canciones Negras (Fimm svartir söngvar) eftir Xavier Montsalvatge (1912-2002) og lög úr Magnus Eroticus, Op. 30 eftir Manos Hadjidakis (1923-1995).
Texti á ensku:
South to the Aegean Sea.
The Greek mezzosoprano Marina Karagianni and Icelandic pianist Eva Þyri Hilmarsdóttir perform songs from Spain and Greece by composers Montsalvagte and Hadjidakis.
Tengt efni (ss. slóðir á heimasíður, youtube etc.): http://marinakaragianni.co.uk/media-1.html
Menning á miðvikudögum eru í boði Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Salurinn og Héraðsskjalasafn.
Stundirnar eru ókeypis og allir eru velkomnir.