Fáheyrðir franskir draumar | Tíbrá tónleikaröð

15. september 2020
19:30
Uppselt

Fögur og dreymandi kammertónlist frá dögum impressíónismans

Höfuðverkið á efnisskránni eru hin dularfullu ljóð Bilitis, í tónsetningu Debussy fyrir lesara, tvær flautur, tvær hörpur og selestu. Ljóðin hafa erótískan undirtón og voru lengi talin vera eftir hina forngrísku og samkynhneigðu Sappho. Síðar komst upp að raunverulegur höfundur þeirra var Frakkinn Pierre Louys, sem var uppi í lok 19. aldar. Önnur verk á efnisskránni eru um margt skyld þessu lokaverki tónleikanna, skrifuð af samtímamönnum Debussy, impressíónísk og með tilvísunum í forgrískar sögur. Litirnir eru exótískir, dreymandi og margræðir og fegurðin alltumlykjandi.

Flytjendur: 

Melkorka Ólafsdóttir, flauta
Katie Buckley, harpa
Steiney Sigurðardóttir, selló
Þóra Einarsdóttir, sópran
Guðrún Dalía Salómonsdóttir, píanó
Haraldur Jónsson, lesari
Björg Brjánsdóttir, flauta
Elísabet Waage, harpa

 

Efnisskrá:

Joseph Jongen (1873 – 1953)
Deux pieces en trio fyrir flautu, selló og hörpu op. 80
Assez Lent
Allegretto moderato - Trés modéré - Vif

Jules Mouquet (1867 – 1946)
Úr La flute de Pan op. 15 fyrir flautu og hörpu
Pan et les oiseaux 
Pan et les berges
 

Leo Delibes (1836 – 1891)
Le Rossignol fyrir sópran, flautu og píanó

Hlé

Marcel Tournier (1879 - 1951) 
Vers la source dans le bois fyrir einleikshörpu

Maurice Ravel/Salzedo
Sonatine fyrir flautu, selló og hörpu
Modére
Mouvement de Menuet
Animé

Claude Debussy (1862 – 1918)
Les Chansons de Bilitis fyrir lesara, tvær flautur, tvær hörpur og selestu

 

Tíbrá tónleikaröð er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs

Áskrift að Tíbrár tónleikum
Ef keyptir eru miðar á alla Tíbrár tónleikana fæst 50% afsláttur af miðaverði. 

Kaupa áskrift:

https://tix.is/is/salurinn/buyingflow/subscription/277/  

Tónleikakynning í umsjón Friðrik Margrétar-Guðmundssonar verður fyrir tónleika:

Húsið opnar kl. 18:00 og hefst kynningin sjálf í forsal Salarins kl. 18:30.

Friðrik Margrétar-Guðmundsson er tónskáld, dagskrárgerðarmaður og sviðslistamaður. Hann hefur vakið athygli fyrir áhugaverða pistla og þætti um tónlist á RUV.