Le Grand Tango | Tíbrá tónleikaröð

05. nóvember 2019
19:30
Miðaverð:
3.900 - 4.400 kr.

Seiðandi og sjóðheitur tangóseptett

Sófaspjall

Salurinn býður upp á Sófaspjall í umsjón Arndísu Björk Ásgeirsdóttir í fordyri Salarins fyrir þessa tónleika. Húsið opnar klukkan 18.00 og geta gestir setið í notalegu umhverfi og keypt sér drykki og veitingar. Sófaspjall hefst klukkan 18.30

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um sófaspjall 

Tangóseptettinn Le Grand Tango skipa bandoneonleikarinn og tónskáldið Olivier Manoury, píanóleikarinn Edda Erlendsdóttir, fiðluleikararnir Auður Hafsteinsdóttir og Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir, víóluleikarinn Þórunn Ósk Marínósdóttir, sellóleikarinn Bryndís Halla Gylfadóttir og Richard Korn sem leikur á kontrabassa. Á tónleikunum flytur Le Grand Tango fjölbreytta tangótónlist, allt frá danstónlist til kammerverka. Piazzolla og Pugliese sjá fyrir seiðandi og sjóðheitri stemningu í Salnum.

Tíbrá tónleikaröð er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs

Áskrift að Tíbrár tónleikum:
Ef keyptir eru miðar á alla tónleikana tíu í Tíbrá fæst 50% afsláttur af miðaverði í tilefni 20 ára afmælis Salarins.

Smelltu hér til að kaupa áskrift