Barokk og baðstofan í upphafi þorra | Tíbrá tónleikaröð

28. janúar 2020
19:30
Miðaverð:
3.900 - 4.400 kr.

Tríóið Gadus Morhua flytur íslensk og erlend þjóðlög.

Íslensk og erlend þjóðlög í flutningi Gadus Morhua sem skipað er af söngvurunum og langspilsleikurunum Eyjólfi Eyjólfssyni og Björk Níelsdóttur ásamt Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur sem leikur á barokkselló. Klassísk einsöngslög í nýjum útsetningum og frumsamið efni fléttast saman í hljóðheim þar sem barokk mætir íslensku baðstofunni.

Tíbrá tónleikaröð er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs.

SÓFASPJALL KL. 18:30.

Salurinn býður upp á Sófaspjall í umsjón Arndísar Bjarkar Ásgeirsdóttur í fordyri Salarins fyrir þessa tónleika. Húsið opnar klukkan 18.00 og geta gestir setið í notalegu umhverfi og keypt sér drykki og veitingar. 

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um sófaspjall