Eylönd með Umbru | Tíbrá tónleikaröð

11. febrúar 2020
19:30
Uppselt

Fallegur hljóðheimur með fornum blæ.

Efnisskrá tónleikanna samanstendur af fornri tónlist og nýrri, þjóðlögum sem tilheyra eyjum og frumflutningi á nýju verki eftir Arngerði Maríu Árnadóttur sem hún byggir á fornum efniviði. Þær Alexandra Kjeld kontrabassaleikari, Arngerður María Árnadóttir hörpuleikari, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir fiðluleikari og Lilja Dögg Gunnardóttir mezzósópransöngkona skipa Umbru. Í sameiningu hafa meðlimir hópsins skapað sinn eigin hljóðheim með fornum blæ og oft dimmum undirtóni. Umbra leggur áherslu á að skapa eigin útsetningar á fornu tónefni og vinna markvisst með þann hljóðheim sem hlýst af samsetningu upprunahljóðfæra og samsöngs.

Umbra hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2018 fyrir hljómplötuna Sólhvörf.

Tíbrá tónleikaröð er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs.

SÓFASPJALL KL. 18:30.

Salurinn býður upp á Sófaspjall í umsjón Arndísar Bjarkar Ásgeirsdóttur í fordyri Salarins fyrir þessa tónleika. Húsið opnar klukkan 18.00 og geta gestir setið í notalegu umhverfi og keypt sér drykki og veitingar. 

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um sófaspjall