Rapp í Kópavogi

19. janúar 2019
19:00
Uppselt

Salurinn kynnir Rapphátíð í Kópavogi 2019 

Danskir, sænskir og íslenskir tónlistarmenn sem slegið hafa í gegn í rapp og hipp hopp senunni koma fram á rapphátíð þann 19. janúar. 

Tónleikapassi kr. 5.000 sem gildir á alla tónleikana. Aðeins 300 miðar í boði!

Þeir sem koma fram eru:

Herra Hnetusmjör
Huginn
Blaz Roca
Raske Penge ásamt Ham Der Hasse
Cell7
Iris Gold
Lilla Namo

Dagskrá kvöldsins: 

19:00 – Blaz-Roca, Iris Gold
20:30 – Cell7, Huginn og Lilla Namo
22:00 – Herra Hnetusmjör, Raske Penge

Nánar um tónlistarmenn:

Raske Penge er einn af fremstu og þekktustu tónlistarmönnum á sviði dancehall/reggí tónlistar í Danmörku og sló meðal annars í gegn á Hróarskeldu. Raske Penge kemur fram í Rapp í Kópavogi sem sóló listamaður ásamt Ham Der Hasse sem er hvað þekktastur úr dönsku reggí senunni. Raske Penge og Ham der Hasse munu blanda saman reggí og Danshall tónlist þann 19. janúar í Salnum.

Iris Gold er fædd í London en ólst upp í Danmörku umkringd tónlist og hefur hún sungið og rappað frá unga aldri. Iris hefur einstakan tónlistarstíl en tónlist hennar er blanda af klassísku hipp hoppi, poppi og soul tónlist. Fyrsta lag hennar Goldmine kom út árið 2015 og naut hún strax mikilla vinsælda. Á síðasta ári kom hún fram á meira en 80 sýningum og hátíðum víða um Evrópu.

Lilla Namo sló í gegn árið 2012 með lögum sínum Haffa Guzz og Höj volymen og var nafn hennar á allra vörum í sænsku útvarpi. Höj volymen var sagt vera svar Svíþjóðar við hinu klassíksa 99 Problems með Jay-Z. Lilla Namo hefur verið tilnefnd til Årets Svenska Rap og Musikguiden í P3 Gull auk þess að vera tilnefnd til Grammy verðlaunanna sem textahöfundur ársins en Jan Gradvall hefur nefnt hana eina af bestu textahöfundum Svíþjóðar.

Blaz Roca sló í gegn á tíunda áratugnum meðal annars með xxxRottweiler. Hann hefur tekið þátt í fjölda tónlistarverkefna svo sem Hæstu höndinni sem er samvinnuverkefni með dönsku framleiðendunum í Madness4real. Auk þess að vinna að eigin sólóferli. Auk tónlistar hefur hann unnið að þáttagerði í sjónvarpi og útvarpi og haldið fyrirlestra og námskeið.

Cell7 kemur í fyrsta sinn fram í Salnum á Rapp í Kópavogi. Lagið City Lights kom út 2017 og var meðal annars tilefnt sem rapplag ársins á íslensku tónlistarverðlaununum. Í næsta mánuði er von á næstu plötu Cell7.

Herra Hnetusmjör eða sonur Kópavogs eins og hann er oft kallaður er íslendingum kunnugur. Einn af vinsælustu röppurum landsins og á hann fjölmörg lög sem hafa trónað á toppi tónlistar síðustu ár.

Huginn gaf út sína fyrstu plötu sumarið 2018 „Eini strákur“ og hefur hún slegið í gegn í íslensku tónlistarlífi. Lagið hans „Veistu af mér“ hefur verið á topp 10 lista yfir vinsælustu lög íslands á Spotify.

Rapp í Kópavogi er hluti af PULS verkefni Nordisk kulturfond og liður í afmælisdagskrá Salarins sem fagnar tuttugu ára afmæli á þessu ári.

<English below> 

Rap and Hip Hop in Kópavogur 19. january 2019

Danish, Swedish and Icelandic musicians that have established themselves within the rap and hip hop scene will perform in Salurinn Concert Hall on 19th of January at 7 p.m. to 11 p.m.

Herra Hnetusmjör
Huginn
Blaz-Roca
Cell7

Raske Penge with Ham Der Hasse
Iris Gold
Lilla Namo

Concert Pass 5000 ISK valid for all the concerts. Only 300 tickets available!