Tíbrá – 18. apríl 2023
Efnisskrá
Carolyn Chen (f. 1983):
Stomachs of Ravens
Berglind María Tómasdóttir (f. 1973):
Paula’s Song
Lilja María Ásmundsdóttir (f. 1993):
og brenna eins og fuglinn inn í eilífðina…
Kate Soper (f. 1981):
Only the Words Themselves Mean What They Say
Rachel Beetz (f. 1987):
Viskuvinátta
Anna Þorvaldsdóttir (f. 1977):
Ethereality
Nánar um verkin:
Stomachs of Ravens
Carolyn Chen
Carolyn Chen er bandarískt tónskáld búsett í Los Angeles. Í verkum sínum notast hún við margbreytilegar miðlunarleiðir og form, má þar nefna verk fyrir stórmarkaði, hljóðaesseyjur og hefðbundna hljóðfæratónlist. Verkið Stomachs of Ravens var frumflutt í Andrými, tónleikaröð Íslenska flautukórsins í Listasafni Íslands árið 2018. Verkið er byggt á laginu Krummi svaf í klettagjá sem hljómar í ýmsum tilbrigðum í þessu tæplega tíu mínútna langa verki.
Paula’s Song
Berglind María Tómasdóttir
Verk Berglindar Paula’s Song var samið og frumflutt af Paulu Guðmundson sem er bandarískur flautuleikari og deildarforseti tónlistardeildar Háskólans í Minnesota, Duluth. Það er í þremur þáttum og kemur heimasmíðað hljóðfæri Berglindar, Lokkur, við sögu í tveimur þeirra. Lokkur á sér tilbúna sögu sem hljóðfæri Vestur-Íslendinga og því kjörið að það komi fyrir í verki sem samið var fyrir Vestur-Íslendinginn Paulu.
og brenna eins og fuglinn inn í eilífðina…
Lilja María Ásmundsdóttir
Verk Lilju Maríu Ásmundsdóttur og brenna eins og fuglinn inn í eilífðina… var frumflutt í Brunel Museum í London árið 2018. Það er fyrir bassaflautu og rafrás og er heiti verksins sótt í draum tónskáldsins.
Only the Words Themselves Mean What They Say
Kate Soper
Verk fyrir rödd og flautu eftir bandaríska tónskáldið Kate Soper. Verkið er frumflutt á Íslandi á tónleikunum. Verkið samdi Soper árið 2011 til að kanna eigin þolmörk sem og mörk tónlistar, tungumáls og merkingar. Verkið vann hún í samtstarfi við Erin Lesser flautuleikara sem frumflutti það með henni. Textinn er sóttur til ljóðskáldsins Lydiu Davis, nánar tiltekið úr bókunum Almost No Memory (1997) og Varieties of Disturbance (2009). Raddir flautunnar og söngvarans eru þéttofnar saman í verkinu og er það sérstaklega ánægjulegt að kynna hér til leiks söngkonuna Bergþóru Ægisdóttur sem flytur verkið ásamt Berglindi. Verkið er hluti stærra verks; PSA DIXIT, sem er kammerleikhúsverk í sex þáttum fyrir sópran, flautu, fiðlu og slagverk.
Viskuvinátta
Rachel Beetz
Nýjasta verkið á efnisskránni. Um verkið segir Rachel: Verkið er tilbúið þjóðlag um tengingu tveggja vina. Flautuleikarinn syngur samhliða því að spila á flautu í laginu. Saman mynda þessi tvö hljóð þriðja hljóðið; sameiginlega áferð hljóðsins. Raddirnar tvær standa fyrir tengingu vina og afrakstur hennar; sameiginlega visku. Verkið er samið fyrir Berglindi sem pantaði verkið eftir að hafa heyrt mig spila í þessum stíl. Verkið er tileinkað henni og visku vináttu okkar.
Ethereality
Anna Þorvaldsdóttir
Verkið var frumflutt árið 2011 í Kaliforníuháskóla í San Diego. Eins og nafnið gefur til kynna ber verkið með sér yfirnáttúrulega stemmningu sem oft er hægt að upplifa í tónlist Önnu. Síðan Anna samdi þetta verk hefur hún sent frá sér fjölda verka og eru stór hljómsveitarverk þar áberandi. Það er því einstakt að bjóða upp á þetta látlausa bassaflautuverk hér sem hljómar við undirleik rafrásar.