Tónleikaröðin Jazz í Salnum býður upp á þrenna tónleika í vor og ættu tónlistarunnendur að finna eitthvað við sitt hæfi. Flytjendur koma frá Þýskalandi, Ítalíu og Bandaríkjunum og tónlistin spannar ígrundaðan heim spuna, feitt orgel groove frá New York og sjóðandi söngsveiflu.
Tónleikarnir:
19. febrúar kl. 20:00
Lars Duppler & Stefan Karl Schmid
5. mars kl. 20:00
Larry Goldings, Peter Bernstein & Bill Stewart
14. maí 20:00
Francesca Tandoi Trio