Valentínusartónleikar - Íslenska Galasveitin

14. febrúar 2020
20:30
Uppselt

Komdu elskunni á óvart!

Turtildúfur á Íslandi geta fagnað degi elskenda með því að stíga inn í heim freyðivíns, konfekts og margra rómantískustu laga frá upphafi vestrænnar menningar í Salnum Kópavogi næstkomandi Valentínusardag. 

Lögin eru sérvalin af rómantískustu plötum undanfarinna ára úr amerísku söngbókinni. Sérstök áhersla er á hinar geysivinsælu fjórar plötur Rod Steward (American Songbook I, II, III, IV) ásamt tónlist úr smiðju Michael Bublé, Nat King Cole, Perry Como og Frank Sinatra í glænýjum útsetningum Lilju Eggersdóttur. 

Íslenska galasveitin er skipuð landsþekktu listafólki, stofnuð fyrir glæsileg gala-kvöld og verður í sinni stærstu mynd á tónleikunum, alls níu manns, með strengjasveit, djasstríó og blásara ásamt Þór Breiðfjörð við hljóðnemann. 

Þór Breiðfjörð er einn helsti „krúner“ landsmanna og hefur flutt lög í anda Nat King Cole, Frank Sinatra, Bing Crosby og Michael Bublé um árabil m.a. með tónleikum sínum um jólin og á plötum sínum „Jól í stofunni“ og „Á ljúfu kvöldi“. Ennfremur hlaut hann Grímuna fyrir söng og leik í Vesalingunum og hefur vakið athygli fyrir söngleikjasýningar í Eldborg á borð við Superstar, Phantom of the Opera og Evítu.

Til að fullkomna daginn er hægt að panta fyrir hann/hana freyðivín um leið og miðar eru keyptir.

Meðlimir Galasveitarinnar í Salnum 14. febrúar:

 

Þór Breiðfjörð: Söngur

Lilja Eggertsdóttir: Píanó og útsetningar

Jón Rafnsson: Kontrabassi

Þorvaldur Halldórsson: Trommur

 

Strengjasveit:

Sigrún Harðardóttir: Fiðla

Íris Dögg Gísladóttir: Fiðla

Ásdís Hildur Runólfsdóttir: Víóla

Catherine Maria Stankiewicz: Selló

 

Blásari:

Snorri Sigurðarson: Trompet og flygilhorn