Hljóðverk 21/22

Markmið hljóðverks 21/22 er að stuðla að frumsköpun í tón- og hljóðverkagerð og að kynna tónskáld.

Tónskáldin munu semja hljóðverk sem er innblásið af sögu og samtíma hljóðheimi Kópavogs svo sem sögulegum heimildum (textum, hljóðbrotum, ljósmyndum) sem Héraðsskjalasafn Kópavogs og Ísmús varðveita. Verkin verða síðan frumflutt í Salnum veturinn 2021/22.

Samstarfsaðili Hljóðverks 21/22 er Héraðsskjalasafn Kópavogs sem verður listamönnum innan handar við aðgengi að gögnum gerist þess þörf. Eins er hægt að nálgast gögn á heradsskjalasafn.kopavogur.is og ismus.is.

Hverjir geta sótt um?

Verkefnið er opið öllum og er óháð aldri. Umsækjendur skulu hafa umtalsverða reynslu af tónsmíðum/hljóðlist sem nýtist þeim við samningu og gerð verksins.

Skuldbinding umsækjenda 

  • Semja tíu til fimmtán mínútna hljóðverk sem flutt verður í Salnum veturinn 2021 – 22.
  • Gefa verkefninu góðan tíma og starfa samkvæmt vinnuáætlun.
  • Fylgja verki eftir fram yfir frumflutning.
  • Taka þátt í tónskáldaspjalli fyrir tónleikana þegar verkið er frumflutt.
  • Mæta í viðtöl og taka þátt í kynningum á verkefninu.
  • Skila fullbúinni upptöku á verkinu sem verður að frumflutningi loknum aðgengilegt að vefsvæði Salarins og Héraðsskjalasafns Kópavogs.

Rammi tónverks

Tónverkið skal vera tíu til fimmtán mínútna fullunnið verk sem innblásið er af sögu og/eða samtímahljóðum Kópavogs.

Áætlun

15. nóvember 20 - Auglýst eftir umsóknum

15. desember 20 - Umsóknarfresti lýkur

Janúar 21 - Tónskáldaval tilkynnt

Febrúar / maí - Dagsetning ákveðin fyrir frumflutning

Vor/haust 2021*     Skil á efni tilbúnu til flutnings*

*Skil á efni og framhald á áætlun mun taka mið af þegar dagsetning á frumflutningi hefur verið ákveðin.
 

Hvað þarf að berast með umsókn

  • Nafn, kennitala, heimilisfang, sími, netfang o.s.fv.
  • Vefslóðar á heimasíður og/eða samfélagsmiðla ef það á við.
  • Ítarleg og vel útfærð ferilskrá.
  • Lýsing á grunnhugmynd eða útlínum að verki.

Fjármögnun

Lista- og menningarráð Kópavogs styrkir verkefnið um tæpar tvær milljónir króna sem verður varið í greiðslur fyrir hljóðverkin.

Greitt er fyrir verkið í þrennu lagi. Við upphaf verkefnis, við skil á efni og lokagreiðsla við frumflutning.

Valnefnd

Atli Ingólfsson og      

Una Sveinbjarnardóttir           Fulltrúar Salarins

Karólína Eiríksdóttir   Tilnefnd af Tónskáldafélagi Íslands

Hvert eiga umsóknir að berast?

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL OG MEÐ 15. DESEMBER 2020

Umsóknir sendist með tölvupósti til Aino Freyju Järvelä forstöðumanns Salarins á netfangið aino@salurinn.is merkt HLJÓÐVERK 21/22

 

Hljóðverk 21/22 er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs.

Héraðsskjalasafn Kópavogs og Tónverkamiðstöð eru samstarfsaðilar Hljóðverks 21/22.