Tíbrá - Umsóknir 2019

Salurinn auglýsir eftir umsóknum fyrir Tíbrá tónleikaröðina fyrir starfsárið 2019 – 2020. Óskað er eftir viðburðum af öllum stærðum og gerðum og nýrri sýn hvort heldur í klassík, jazzi, poppi eða annarri tónlistarstefnu. Leitað er eftir tónleikum sem ekki hafa verið fluttir áður.

 

Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2019. Sótt er um í gegnum þjónustugátt Kópavogsbæjar.

Smelltu hér til að sækja um!

Tíbrá er tónleikaröð sem Kópavogsbær hefur staðið fyrir með stuttu hléi frá árinu 1990. Þegar Salurinn opnaði árið 1999 varð tónleikaröðin burðarásinn í starfsemi hans en um er að ræða fjölskrúðuga og vandaða tónleikaröð þar sem áheyrendur geta gengið að gæðunum vísum.

Tíbrá tónleikaröðin var endurvakin eftir stutt hlé árið 2016 með stuðningi frá Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar – sem er jafnframt aðal bakhjarl tónleikaraðarinnar.