Styrkir úr Lista- og menningarráði Kópavogs

19. október 2018

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr lista- og menningarsjóði vegna verkefna á næsta ári. Umsóknarfrestur er 17. nóvember 2018. Hlutverk sjóðsins er að efla menningarlífið í Kópavogi í samræmi við menningarstefnu bæjarins.

Árlega styrkir Kópavogsbær einstaklinga, hópa og hátíðir úr lista- og menningarsjóði bæjarins.

Hér má nálgast umsóknareyðublöð