ÁSKRIFTARSALA HAFIN Á DA CAPO SPJALLTÓNLEIKARÖÐINA 2019

14. janúar 2019

Ef keyptir eru þrennir tónleikar eða fleiri í Da Capo tónleikaröðinni fæst 20% afsláttur af miðaverði.

Gunnar Guðbjörnsson fær nokkra af þekktustu óperusöngvurum Íslands til sín í spjall í Salnum og fer með þeim yfir söngferil þeirra, lífið og listina. 

Fyrstu tónleikar hefjast 26. janúar næstkomandi þar sem Gunnar fær til sín Sigrúnu Hjálmtýsdóttir, Diddú. Hún hóf feril sinn á sviði dægurtónlistar. Síðar stundaði hún sígilt söngnám við Guildhall School of Music and Drama í London og hélt síðan til Ítalíu til framhaldsnáms. Hún hefur tekið þátt í margvíslegum uppfærslum og sýningum jafnt á sviði og í kvikmyndum, sem ber fjölbreyttum hæfileikum hennar vitni.

Miðasala er hafinn! Tryggið ykkur miða á www.salurinn.is