Fréttir

12. okt. 2020

Upplýsingar V/Covid-19

Salurinn verður lokaður til og með 3. nóvember og öllum viðburðum verður frestað samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis. Miðaeigendur eiga miðana sína vísa og verður þeim tilkynnt um nýjar dagsetningar þegar þær liggja fyrir. Hægt er að ná í miðasölu Salarins alla virka daga kl. 12 – 16 og með tölvupósti á salurinn@salurinn.is.


Við þökkum fyrir þolinmæðina undanfarna mánuði og hvetjum alla til að huga vel að heilsunni, sýna tillitssemi og sinna sóttvörnum.
Sjáumst fljótlega í Salnum.

21. feb. 2020

Fjögur tónskáld semja fyrir Tónverk 20/21 í Salnum

Tónskáldin Ásbjörg Jónsdóttir, Sigurður Árni Jónsson, Gunnar Karel Másson og María Huld Markan Sigfúsdóttir hafa verið valin úr hópi sextán umsækjenda til að semja strengjakvartett fyrir Salinn.

Er hér um nýtt verkefni að ræða sem ber heitið Tónverk 20 / 21 og er markmiðið að stuðla að frumsköpun í tónverkagerð og að kynna íslensk tónskáld.