Sóttvarnir í Salnum

Kæri tónleikagestur,

Vegna hertra sóttvarnareglna þarf að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi sem má ekki vera eldra en 48 klst. við komu í Salinn.
Ekki þarf að fara í hraðpróf ef hægt er að framvísa PCR prófi eða staðfestingu um covid á síðustu 14 - 180 dögum.

Við viljum að þér líði vel hjá okkur og að þú finnir til öryggis á tímum farsóttarinnar. Því höfum við gripið til eftirfarandi ráðstafana:

  • Þegar nándartakmarkana er krafist er raðað í sæti samkvæmt því.

  • Við bjóðum upp á rafræna miða í stað þess að prenta þá. Miðum er þá framvísað með síma.

  • Við opnum fyrr inn í sal til að forðast óþarfa hópamyndun í fordyri Salarins.

  • Við höfum aukið þrif á rýmum og þá sérstaklega á sameiginlegum snertiflötum.

Einstaklingsbundnar sóttvarnir eru eftir sem áður mikilvægasta forvörnin og viljum við því koma eftirfarandi á framfæri:

  • Aðgengi að handþvotti og handspritti er gott í Salnum. Munum því að þvo og spritta hendur reglulega.

  • Mætum tímanlega og höfum miða tilbúna áður en komið er í Salinn til að forðast óþarfa biðraðir og hópamyndun við miðasölusvæðið.

  • Notum rafræna miða.

  • Sýnum aðgát í umgengni við sameiginlega snertifleti.

  • Skylda er að tónleikagestir mæti með grímur.

  • Verum heima ef flensueinkenni gera vart við sig. Starfsfólk miðasölunnar aðstoðar við að finna nýjan sýningartíma.