Upptökur

Upptökur í Salnum

Fullkomið fjölrása upptökuver er tengt Salnum og hafa innlend og erlend útgáfufyrirtæki gert fjölmargar hljóðritanir þar, og lýst yfir mikilli ánægju með útkomuna, enda hljómburðurinn einstakur.

Tæknimaður sér um staðlaða hljóðupptöku fyrir flytjendur sé þess óskað. Upptaka afhendist klippt og á geisladiski gegn gjaldi samkvæmt verðskrá Salarins.
Hljóðupptökur af tónleikum fást ekki afhentar nema með samþykki allra flytjenda.

Bókanir og nánari upplýsingar eru veittar í síma 441 7500.