Winterreise | Vetrarferðin

17. október 2021
15:00
Uppselt

Vetrarferðin eftir Franz Schubert 

Vetrarferðin er með því síðasta sem Franz Schubert samdi á stuttri ævi sinni. Schubert samdi lög við 24 ljóð eftir Wilhelm Müller og úr varð þetta stórbrotna meistaraverk og hátindur ljóðasöngsins.

Jóhann fær einn eftirsóttasta meðleikara sinnar kynslóðar, Ammiel Bushakevitz til liðs við sig. Síðast héldu þeir tónleika saman þann 23. mars í Salnum og hlutu einróma lof fyrir.

Flytjendur:

Jóhann Kristinsson, Baritón

Ammiel Bushakevitz, Píanó

Efnisskrá:

Franz Schubert - (1797-1828)

Vetrarferðin

Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði