Sigfús Halldórsson 100 ára | Sigga Beinteins, Guðrún Gunnars og Jogvan Hansen

05. september 2020
20:00
Miðaverð:
6.200 - 6.900 kr.

Vinsælustu lög Sigfúsar Halldórssonar

Við eigum samleið hópurinn, Sigga Beinteins, Guðrún Gunnars og Jogvan Hansen kynna nýja tónleika í haust , þann 05.sept , þar sem þau flytja vinsælustu lög Sigfúsar Halldórssonar en Sigfús hefði orðið 100 ára þann 07.september nk.

Undanfarin 6 ár hefur þríeykið haldið tónleika fyrir fullu húsi í Salnum í Kópavogi og víða um land.

Saman hafa þau sungið gömlu góðu dægurlagaperlurnar sem hljómuðu um land allt úr útvarpinu um miðja síðustu öld, lögin sem allir elska. 

Lög Sigfúsar: Dagný, Tondeleyjó, Við eigum samleið, Lítill fugl og í grænum mó, hafa átt fastan sess á tónleikum þeirra og núna bætast enn fleiri perlur við  úr lagasafni Sigfúsar.

Sigga,Guðrún og Jogvan eru meðal ástsælustu söngvara landsins og hafa af hjartans einlægni og áhuga flutt gömlu góðu dægurlögin í gegnum árin og hefur skemmtileg framkoma þeirra gert  tónleika þeirra einstaklega skemmtilega og vinsæla með eindæmum.

Nú gefst einstakt tækifæri á að heyra þau syngja vinsælustu lögin hans Fúsa með einvala liði hljóðfæraleikara í Salnum