Sumarjazz í Salnum | Tríó Andrésar Þórs

13. júní 2019
17:00
Frítt inn

Sumarjazz í Salnum 

Tríó Andrésar Þórs flytur blöndu af eigin lögum og sígildum jazzlögum.  Á efniskránni verða lög af nýjum diski Andrésar sem nefnist Paradox, sem og eldri lög hans og sígrænir jazzstandardar. 

Tríóið skipa auk Andrésar sem leikur á gítar, þeir Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur.  Andrés Þór hefur verið atkvæðamikill í íslensku jazztónlistarlífi undanfarin ár og hefur gefið út 6 hljómdiska í eigin nafni, nú síðast diskinn Paradox sem kom út á vegum Dimmu útgáfu í apríl á þessu ári og var hljóðritaður í New York.  Auk þess hefur Andrés leikið á fjölda hljómdiska sem aukamaður og í samstarfsverkefnum.  Árið 2014 var Andrés útnefndur bæjarlistamaður Hafnarfjarðar og hefur hlotið ýmsar viðurkenningar í formi tilnefninga til ýmissa verðlauna, hvatningarverðlaun og listamannalaun.   Auk þess að hafa starfað með mörgum helstu tónlistarmönnum á Íslandi hefur Andrés komið fram á tónleikum með mörgum heimsþekktum jazztónlistarmönnum á borð við Michael Brecker, Ari Hoenig og Perico Sambeat.  Andrés hefur komið fram víða á Íslandi og í Hollandi, Belgíu, Luxemburg, Frakklandi, Tékklandi, Slóvakíu, Noregi, Spáni, Bandaríkjunum og Þýskalandi.

Þorgrímur Jónsson og Scott McLemore eru meðal eftirsóttustu hljóðfæraleikara landsins og hafa leikið með mörgum af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar og víðar auk þess að halda úti eigin hljómsveitum og verkefnum.

Sumarjazz í Salnum er röð sex síðdegistónleika í forsal Salarins í júní og ágúst í tilefni tuttugu ára afmælis Salarins. Tónleikarnir hefjast kl. 17 en húsið opnar kl. 16. Aðgangur ókeypis og opið á barnum. Sannkölluð hamingjustund í Salnum í sumar.

Sumarjazz í Salnum er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogs

ENGLISH TEXT

Andres Thor Trio with musicians Andrés Þór Gunnlaugsson, Þorgrímur Jónsson and Scott McLemore play own material and classic jazzstandards at Summer Jazz at Salurinn Concert Hall on June 13th at 17:00.

Summer Jazz in Salurinn is a series of three jazz concerts in June and three concerts in August as a part of Salurinn‘s 20th anniversary. The concerts will take place in the beautiful setting of the front house of the hall. The concerts start at 17:00 the house opening at 16:00. Free entrance and everyone welcome.

Summer Jazz is supported by the Arts council in Kópavogur.