Strokkvartettinn Siggi | Tíbrá tónleikaröð

10. september 2019
19:30
Uppselt

Fimm kvartettar eftir konur

Tónleikakynning

Salurinn býður upp á tónleikakynningu í umsjón Friðriks Margrétar-Guðmundssonar í fordyri Salarins fyrir þessa tónleika. Húsið opnar klukkan 18.00 og geta gestir setið í notalegu umhverfi og keypt sér drykki og veitingar. Tónleikakynning hefst klukkan 18.30

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um tónleikakynningu

Strengjakvartettar eftir konur eru á dagskrá opnunartónleika Tíbrár á 20 ára afmælisári Salarins. Strokkvartettinn Siggi flytur verk eftir Kaiju Saariaho, Fanny Mendelssohn, Karólínu Eiríksdóttur og Sofiu Gubaidulina. Þá verður strengjakvartett eftir Arngerði Maríu Árnadóttur frumfluttur.

Strokkvartettinn Sigga skipa fiðluleikararnir Una Sveinbjarnardóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir, víóluleikarinn Þórunn Ósk Marinósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari. Þau hafa starfað saman sem kvartett síðan 2012 og vakið athygli vegna fjölbreytts verkefnavals. Strokkvartettinn Siggi hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2018.

Efnisskrá:

Arngerður María Árnadóttir:            Nýtt verk, frumflutningur
Karolína Eiríksdóttir:                       Sex lög fyrir strengjakvartett
Fanny Hensel-opMendelssohn:         Strengjakvartett í Es dúr (1834)

Sofia Gubaidulina:                          Strengjakvartett nr. 2 (1987)
Kaija Saariaho:                              Terra Memoria (2006)

Strokkvartettinn Siggi gaf nýverið út debut-geislaplötu sína, South of the Circle, í útgáfu Sono Luminus. Hefur geislaplatan hlotið einróma lof gagnrýnenda en á honum flytur kvartettinn verk eftir Daníel Bjarnason, Unu Sveinbjarnardóttur, Valgeir Sigurðsson, Mamiko Dís Ragnarsdóttur og Hauk Tómasson. 

Tíbrá tónleikaröð er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs

Áskrift að Tíbrár tónleikum:
Ef keyptir eru miðar á alla tónleikana tíu í Tíbrá fæst 50% afsláttur af miðaverði í tilefni 20 ára afmælis Salarins.

Smelltu hér til að kaupa áskrift