Mezzó, flauta og píanó | Tíbrá tónleikaröð

22. október 2019
19:30
Uppselt

Hanna Dóra, Martial og Snorri Sigfús flytja fjölbreytta efnisskrá.

Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran, Martial Nardeau flautuleikari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari flytja verk eftir Stravinsky, Grieg, Fauré, Ives, Snorra Sigfús Birgisson og fleiri. Dans og sögur, einfaldleiki og dramatík, alvarleiki og glaðværð lýsa verkunum sem verða flutt. Flytjendurnir mynda dúó, tríó eða flytja sóló og fjölbreytileikinn er því í fyrirrúmi.

Tíbrá tónleikaröð er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs.