Eylönd með Umbru | Tíbrá tónleikaröð

11. febrúar 2020
19:30
Miðaverð:
3.900 - 4.400 kr.

Hljóðheimur með fornum blæ

Sófaspjall

Salurinn býður upp á Sófaspjall í umsjón Arndísu Björk Ásgeirsdóttir í fordyri Salarins fyrir þessa tónleika. Húsið opnar klukkan 18.00 og geta gestir setið í notalegu umhverfi og keypt sér drykki og veitingar. Sófaspjall hefst klukkan 18.30

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um sófaspjall 

Efnisskrá tónleikanna samanstendur af fornri tónlist og nýrri, þjóðlögum sem tilheyra eyjum og frumflutningi á nýju verki eftir Arngerði Maríu Árnadóttur sem hún byggir á fornum efniviði. Þær Alexandra Kjeld kontrabassaleikari, Arngerður María Árnadóttir hörpuleikari, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir fiðluleikari og Lilja Dögg Gunnardóttir mezzósópransöngkona skipa Umbru. Í sameiningu hafa meðlimir hópsins skapað sinn eigin hljóðheim með fornum blæ og oft dimmum undirtóni. Umbra leggur áherslu á að skapa eigin útsetningar á fornu tónefni og vinna markvisst með þann hljóðheim sem hlýst af samsetningu upprunahljóðfæra og samsöngs.

Umbra hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2018 fyrir hljómplötuna Sólhvörf.

Tíbrá tónleikaröð er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs

Áskrift að Tíbrár tónleikum:
Ef keyptir eru miðar á alla tónleikana tíu í Tíbrá fæst 50% afsláttur af miðaverði í tilefni 20 ára afmælis Salarins

Smelltu hér til að kaupa áskrift