Emilíana Torrini | Af fingrum fram - Aukatónleikar tvö

30. janúar 2020
20:30
Uppselt

Hin sívinsæla spjalltónleikaröð Jóns Ólafssonar.

Emilíana Torrini sló í gegn þegar hún heimsótti Jón Ólafsson síðastliðinn vetur og seldist hratt upp á þrenna tónleika. Leikurinn verður nú endurtekinn aftur og fara þau í gegnum litríkan feril söngkonunnar. Lög frá upphafsárum ferils Emilíönu á Íslandi verða á dagskránni rétt eins og hennar stærstu smellir á alheimsvísu.  Þar má meðal annars nefna Blame it on the sun, Crazy Love og Sunny Road.