Kórahátíð Kársness 2022

21. maí 2022
11:00
Uppselt

Kórarnir í Kársnesskóla fagna sumarkomu og efna til kórahátíðar þar sem fram koma öll syngjandi börn skólans á aldrinum 8-16 ára. Minnsti kór (1.-2.bekkur), Litli kór (3.-4.bekkur), Miðkórar (5.-6.bekkur), Kórstuð (7.bekkur) og Skólakór Kársness. Kór Hörðuvallaskóla verður gestakór á hátíðinni.

Skólakórar Kársnesskóla efna til Kórahátíðar Kársness í Salnum í Kópavogi þann 21.maí næst komandi. Fram koma Minnsti kór, Litli kór, Miðkórar Kársness, Kórstuð og Skólakór Kársness. Gestakór er kór Hörðuvallaskóla.

Kórstjórar eru Álfheiður Björgvinsdóttir, Þóra Marteinsdóttir og Ása Valgerður Sigurðardóttir. Meðleikarar eru Bjarmi Hreinsson, Ingvi Rafn Björgvinsson, Benedikt Orri Árnason og Egill Orri Ormarsson Líndal.

Á efnisskránni verða fjölbreyttar söngperlur sem börnin hafa verið að vinna að í vetur. Tónleikarnir eru fjórir talsins.  

Minnsti kór (1.-2.bekkur) kl. 11:00

Litli kór (3.-4.bekkur) og Kór Hörðuvallaskóla yngri (3.bekkur) kl. 12:30

Miðkórar (5.-6.bekkur) og Kór Hörðuvallaskóla eldri (4.-6.bekkur) kl. 14:30

Skólakór Kársness og Kórstuð 7.bekkjar kl. 16:00

Skólakór Kársness var stofnaður árið 1976 og hefur frá upphafi spilað stóran part í skólastarfi Kársnesskóla. Stjórnandi kórsins til 40 ára var Þórunn Björnsdóttir en árið 2016 tók Álfheiður Björgvinsdóttir við keflinu og síðar bættist Þóra Marteinsdóttir í hópinn. Allir nemendur Kársnesskóla koma að kórstarfinu á sínum námsferli og eru í kringum 400 börn í kór á hverju ári. Sönghefðin er rík og Kársnesskóli „syngjandi skóli“.

Aðgangseyrir á hverja tónleika er 1000kr og hvetjum við alla kóraunnendur Kársnessins og víðar til að fjölmenna meðan húsrúm leyfir.

Verkefnið er styrkt með framlagi úr lista- og menningarsjóði Kópavogsbæjar.