Pinquins | Fimm mínútur aftur og aftur

12. október 2022
12:15
Frítt inn

Menning á miðvikudögum

Fimm mínútur aftur og aftur eru einstakir tónleikar leiknir af slagverksleikurunum og tónlistarkonunum í Pinquins.
Tónleikarnir bjóða áhorfendum upp á óvenjulegt og náið ferðalag þar sem hljóðið er rannsakað frá ýmsum sjónarhornum. Til dæmis spila líkamar og nærvera tónlistarkvennanna hlutverk ásamt ýmsum öðrum óhefðbundum hljóðgjöfum. Hristur, vasadiskó, söngur, og hópgöngutúr, klukkan tifar og fimm mínútur koma aftur og aftur.
Pinquins er slagverkstríó frá Osló og skipaður er Sigrun Rogstad Gomnæs, Jennifer Torrence og Ane Marthe Sørlien Holen. Tónleikana unnu þær í samstarfi við tónskáldin Lise Herland (NO), Laurence Crane (UK), Ingar Zach (NO), Yiran Zhao (CN/DE), Marcela Lucatelli (BR/DK) og Martin Torvik Langerød (NO).
Hér má finna stutt vídeó frá Pinquins.
Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
Menning á miðvikudögum er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Tónleikarnir eru hluti af Norrænum músíkdögum 2022.