Starfsfólk Salarins

Hjá Salnum eru fimm fastir starfsmenn sem sjá um allan daglegan rekstur tónlistarhússins. 

Um Salinn

Saga Salarins

Salurinn er fyrsti sérhannaði tónleikasalur landsins. Hann var tekinn í notkun 
2. janúar 1999. Tónlistarhús Kópavogs er hluti af menningarmiðstöð bæjarins sem stendur á Borgarholtinu við hlið Gerðarsafns og í nágrenni Kópavogskirkju, en hún er eitt helsta tákn bæjarfélagsins.

Frá því að Salurinn var tekinn í notkun hafa verið haldnir  að meðaltali tvennir tónleikar í viku, fjöldi ráðstefna af ýmsu tagi, námskeið, verðlaunaafhendingar, alþjóðlegt skákmót, píanókeppni, afmælisveislur, fermingar, brúðkaup og svo mætti áfram telja.

Þjónusta Salarins

Salurinn bæði framleiðir viðburði sjálfur ásamt því að vera eitt vinsælasta tónlistarhús landsins í útleigu. 

Salurinn tekur allt að 300 gesti í sæti og er einnig hægt að leigja forsalinn fyrir tónleika, ráðstefnur, veislur, fundi og fleira.

Aðgengi

Salurinn er staðsettur í Hamraborg 6 og eru mjög góðar almenningssamgöngur í boði til að komast í Salinn. Einnig er boðið upp á gjaldfrjáls bílastæði fyrir gesti Salarins.

Í Salnum er sex hjólastólastæði og ljómandi aðgengi fyrir hreyfihamlaða. 

Skilmálar miðakaupa

Upplýsingar fyrir kaupendur miða hjá Salnum