Aðgengi

Bílastæði

Kópavogsbær býður upp á gjaldfrjáls bílastæði fyrir gesti Menningarhúsana. Á meðfylgjandi korti má sjá staðsetningar bílastæðana. Sérstaklega bendum við á bílakjallarann gegnt Salnum en ekið er inn í hann frá Hamraborg og Hábraut. 

Stæði fyrir hreyfihamlað fólk er að finna á nokkrum stöðum: Fyrir framan Tónlistarskóla Kópavogs, við Gerðarsafn, í bílakjallara og niðri í grófinni við útivistarsvæðið.

Aðgengi fyrir hreyfihamlaða

Í Salnum eru sex hjólastólastæði og ljómandi aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Það er fínt aðgengi inn um aðalinngang Salarins, en úr andyrinu er hægt að taka lyftu niður í forsalinn þar sem er að finna innganginn í salinn, fatahengi, salerni og bar. Einnig er inngangur á neðri hæð þar sem hægt er að koma bifreið alveg upp að innganginum, starfsfólk Salarins aðstoðar við notkun þess inngangs. 

Sætaraðir 1 – 10 eru á neðri hæð Salarins og því með gott aðgengi fyrir öll en athugið að sætaraðir 11 – 17 eru á svölum og ganga þarf upp stiga og þrep til að komast í sæti þar.

Frekari spurningar um aðgengi og bókanir á hjólastólastæðum má nálgast hjá starfsfólki Salarins í síma 44 17 500 eða í tölvupósti á salurinn@salurinn.is

Almenningssamgöngur

Salurinn er staðsettur í Hamraborg 6 en undir Hamraborgina liggur ein stærsta umferðaræð höfuðborgarsvæðisins. Strætisvagnastöðin í Hamraborg er beint fyrir framan Menningarhús Kópavogs og því auðvelt að nýta sér almenningssamgöngur til að komast í Salinn.

Leiðir sem liggja um Hamraborgina eru:
1, 2, 4, 28, 35, 36