Skilmálar miðakaupa

Almennt um aðgöngumiða

    • Eigandi aðgöngumiða ber ábyrgð á að halda utan um sýningardag og tíma.
    • Vinsamlegast farið vel yfir miðakaupin þegar þau eiga sér stað; réttur viðburður, rétt dagsetning, tími o.s.frv.  Það kemur fyrir að ekki er hægt að leiðrétta miðakaup eftir á.
    • Notkun farsíma og myndavéla eru óheimilar á meðan á viðburði stendur nema annað sé sérstaklega tekið fram.

Kaupskilmálar

    • Miði telst notaður hafi ekki verið afpantað eða breytt í síðasta lagi 48 tímum fyrir viðburð.
    • Ekki er heimilt að áframselja miða með fjárhagslegum hagnaði.  Ef miði er seldur með fjárhagslegum hagnaði fyrir annan aðila en aðstandenda viðburðar, þá áskilur miðasala Salarins sér rétt til að ógilda miðann með öllu.
    • Ef dagsetningu viðburðar er breytt, þá færast miðarnir sjálfkrafa á nýja dagsetningu. Ef ný dagsetning hentar ekki á kaupandi rétt á endurgreiðslu innan 7 daga frá því ný dagsetning er tilkynnt.
    • Þegar þú hefur keypt miða eða gjafakort hjá Miðasölu, í persónu, í gegnum vefinn eða síma, hefur þú 14 daga frá kaupum til þess að falla frá þeim og óska eftir endurgreiðslu á kaupunum. Þetta á hins vegar ekki við um beiðnir sem berast þegar minna en 14 dagar eru í viðburð, ef um aðgöngumiða er að ræða.
    • Ef viðburður fellur niður, þá er eigendum miða boðnir sambærilegir miðar á næstu dagsetningu eða full endurgreiðsla á miða.