Áskriftarkort

Gestir Salarins geta valið sér tónleikaraðir í áskrift og þannig tryggt sér sæti á tónleika í allan vetur.

Nánar um áskriftarkort

Gjafakort

Salurinn býður falleg gjafakort sem hægt er að kaupa fyrir ákveðna fjárhæð og getur þá handhafi kortsins valið sér tónleika að vild.

Nánar um gjafakort

20. ágúst 2018

Áskriftarsala hafin á Tíbrá tónleikaröðina 2018 – 19

Ef keyptir eru þrennir tónleikar eða fleiri í Tíbrá tónleikaröðinni fæst 20% afsláttur af miðaverði.

Tíbrá tónleikaröðin er einstaklega fjölbreytt og skemmtileg í vetur. Röðin telur tíu tónleika sem spanna breytt svið tónlistarinnar með ljóðatónlist, jazz-samtali, sönglagaveislu, dægurlögum, ljóðaleik og ljóðavölsum, fiðlutónum, kólumbískum tónum, rússnesk- slavneskum píanótríóum og svo mætti áfram telja.

15. ágúst 2018

Salurinn auglýsir eftir fjölhæfum starfsmanni

Um er að ræða fjölbreytt starf á fámennum vinnustað. Starfið felst í hefðbundnum skrifstofustörfum fyrri hluta dags og viðveru í miðasölu seinni hluta dags. Starfsmaðurinn vinnur að kynningar- og markaðsmálum í samstarfi við forstöðumann og sér jafnframt um innkaup og umsjón með veitingum.

07. júní 2018

Af fingrum fram í 10 ár!

Forsala á tónleika næsta vetrar í tónleikaröð Jóns Ólafssonar, Af fingrum fram, í Salnum er í fullum gangi til 15. ágúst

20% afsláttur af miðaverði