Eldhafið yfir okkur

Efnisskráin er nokkurs konar óður til ástarinnar í öllum sínum björtu og myrku birtingarmyndum. Farið verður í ferðalag bæði í huganum og í gegnum tónlistina þar sem við endum heima í Reykjavík samtímans með frumflutningi á nýjum ljóðaflokk. Ariettes OubliéesClaude Debussy við ljóð Paul Verlaine C ́est l ́exstase langoureuseIl pleure dans mon coeurL ́ombre […]
Vindlareykur og frönsk veðurbrigði

Gunnhildur og Ingunn Hildur vilja með þessari aðgengilegu og krefjandi efnisskrá bjóða upp á fjölbreytilega tónleikaupplifun með vísun í innbyrðis tengingar tónskáldanna við franska tónlistarmenningu. Marie-Juliette Olga Boulanger eða Lili Boulanger var undrabarn og sex ára gömul byrjaði hún að sækja tíma í Conservatoire de Paris hjá hörpuleikurunum Marcel Tournier og Alphonse Hasselman. Einnig lærði […]
Blóðheitar ástríður

Tríóið bjóða upp á litríka og heillandi efnisskrá sem samanstendur af meistaraverkum fyrir mezzo – sópran, flautu og gítar. Flytjendur taka áheyrendur með sér í ferð suður á bóginn, um tvær heimsálfur þar sem komið er við í Frakklandi, Puerto Rico, Brasilíu, Argentínu og Íslandi. Tónleikunum lýkur á verki Steingríms sem samið er við ástarljóð […]
Duology fyrir tvær hörpur

Duology er yfirskrift tónleika hörpuleikaranna Katie Buckley og Elísabetar Waage. Nafnið er dregið af heiti tónsmíðar Lars Graugaard sem samin var fyrir dúóið. Tvíleikur er líklega besta þýðingin á Duology og á þessum tónleikum birtist harpan í tvívídd. Leikin verður tónlist eftir Bach og Kolbein Bjarnason og farið verður frá rómantík Viktoríutímabilsins til tónmáls 20. […]
Til Manuelu

Spönn er ný og fersk kollektíva stofnuð af tveimur tónlistarkonum sem vilja spanna bilið milli hefðar og nýsköpunar í klassískri tónlist. Fyrsta tónleikaröðin samanstendur af þrennum tónleikum sem allir tengjast flautuleikaranum Manuelu Wiesler og áhrifum hennar á íslenskt tónlistarlíf. Á fyrstu tónleikum Spannar verður flautan í forgrunni og ætlar flautuleikarinn Kristín Ýr Jónsdóttir að ferðast […]
Fyrir þig – ferilstónleikar Siggu Beinteins AUKATÓNLEIKAR!

Sala hefst föstudaginn 16. janúar kl. 12:00!
GDRN & TÓMAS R. || ÚTGÁFUTÓNLEIKAR

GDRN & TÓMAS R. fagna nýrri plötu með tónleikum í Salnum 28. febrúar kl. 20. Þetta er fjölbreytileg og spennandi tónlist þar sem greina má áhrif jafnt úr poppi, rokki og R‘n‘B sem latíntónlist og djassi. Guðrún syngur og spilar á fiðlu, Tómas leikur á kontrabassa en aðrir hljóðfæraleikarar eru gítarleikarinn Ómar Guðjónsson, píanó- og […]
DJÄSS – 15 ára afmælistónleikar

Karl Olgeirsson, Jón Rafnsson og Kristinn Snær Agnarsson stofnuðu hljómsveitina DJÄSS sem kom fyrst fram í ársbyrjun 2011. Upphaflega hugmyndin var að leika íslensk rokklög í jazzbúningi en fljótlega víkkaði lagavalið út í allskyns dægurlög, íslensk og erlend og loks frumsamin lög. Nýjasta plata tríósins og sú fjórða, kom út í lok 2025 og þar […]
Skammdegiskósí | hádegistónleikar með hljómsveitinni Evu

Þegar skammdegið er smám saman að hopa og birtan læðist aftur inn í daginn, býður Hljómsveitin Eva til hlýlegra hádegistónleika í Salnum. Eva flytur kósí tónlist í notalegu umhverfi, tónlist sem er mjúk og einlæg. Hljómsveitina Evu skipa Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Sophoniasardóttir. Þær eru þekktar fyrir angurværa harmoníu, grípandi textasmíði og flæðandi, einlæga […]
Lögin hennar mömmu

Við þökkum frábærar viðtökur síðasta haust, endurtökum nú leikinn og teljum í allar dýrðlegu dægurflugurnar sem mömmur okkar og ömmur sungu hástöfum við heimilisverkin á 5.,6. & 7.áratug síðustu aldar. Söngvararnir Hera Björk, Einar Örn og Bjarni “Töfrar” Baldvins leiða hér saman hesta sína og flytja lögin sem að mömmur & ömmur rauluðu við heimilistörfin […]
Ljóðstafur Jóns úr Vör

Ljóðstafur Jóns úr Vör verður afhentur við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi, miðvikudaginn 21. janúar 2026. Við sama tilefni verða úrslit kunngjörð í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs. Boðið verður upp á léttar veitingar að athöfn lokinni. Öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Um Ljóðstaf Jóns úr Vör Árið 2001 var stofnað til ljóðasamkeppni á […]
Ðe Lónlí blú bojs – Syngjum saman lag

Ðe Lónlí blú bojs er hljómsveit sem stofnuð var upp úr Hljómum síðla árs 1974, reyndar mætti með góðum rökum benda á að þetta sé sama sveitin enda skipuð sama mannskap. Tónlistaráherslur voru þó hvorki hinar sömu, né nafnið og því varla við hæfi að segja þær sömu sveitina. Upphafið má þó rekja til þess […]