Layali Fairuz | Nætur Fairuz

Líbanska söngkonan Fairuz er dýrkuð og dáð víða um heim og hefur hrifið hjörtu margra kynslóða í Miðausturlöndum með ljóðrænum textum og tímalausum melódíum. Á Vetrarhátíð fara fram tónleikar í Salnum í Kópavogi þar sem hrífandi tónlist Fairuz hljómar í flutningi einvala hóps tónlistarfólks og gestasöngvara en hljómsveitina skipa Thabit Lakh, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, Alexandra […]

contemporary piano currents

Myrkir músíkdagar Junko Yamamoto og Oliver Frick Verk fyrir píanó og rafhljóð eftir Kolbein Bjarnason, Olga Neuwirth, Oliver Sascha Frick, Kaija Saariaho og Yamamoto/Frick. contemporary piano currents presents works for piano and electronics by Kolbeinn Bjarnason, Olga Neuwirth, Kaija Saariaho and works by the performers themselvesOliver Sascha Frick and Junko Yamamoto in a very special […]

Jelena Ciric

Undurfallegir hádegistónleikar með söngkonunni og söngvaskáldinu Jelenu Ciric sem kemur fram ásamt Karli Pestka á víólu og Margréti Arnardóttur á harmonikku. Jelena hefur heillað áheyrendur víða með sinni mögnuðu söngrödd, hlýjum og djúpum lagasmíðum og einstökum hæfileikum til að miðla sögum. Í tónlist hennar má greina áhrif úr ólíkum áttum, meðal annars frá Serbíu, þar […]

Nýtt upphaf

Spennandi spunatónleikar með Davíð Þór Jónssyni og Skúla Sverrissyni.

Himinn & jörð | Dægurlagaperlur Gunnars Þórðarsonar

Gunnar Þórðarsson er einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar fyrr og síðar. Hann hefur samið yfir 800 lög og hefur auk þess samið tónlist fyrir kvikmyndir og söngleiki.  Einnig hefur hann útsett og stjórnað upptökum á fjölda hljómdiska. Á síðustu árum hefur Gunnar í vaxandi mæli fengist við klassíska tónlist og hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands flutt nokkur verka […]

Ljóðstafur Jóns úr Vör

Ljóðstafur Jóns úr Vör verður afhentur við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi, sunnudaginn 21. janúar 2024. Við sama tilefni verða úrslit kunngjörð í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs. Ljóð, ljúfir tónar, léttar veitingar og góð stemning. Öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Um Ljóðstaf Jóns úr Vör Árið 2001 var stofnað til ljóðasamkeppni á vegum […]