Barnamenningarhátíð í Kópavogi

Brúðuleikhús, kórpartý, krakkajóga og lúðrastuð. Verið hjartanlega velkomin á Barnamenningarhátíð í Kópavogi, laugardaginn 27. apríl. Við erum komandi kynslóðirFjörug tónlistardagskrá í Salnum 12:00 – 12:40Krakkakór Kársness, Stórikór Kársness og Skólakór KársnessStjórnandi: Álfheiður Björgvinsdóttir 13:00 – 13:25Skólahljómsveit Kópavogs ásamt Sölku Sól (á útisvæði)Stjórnandi: Össur Geirsson 13:30 – 13:50Barnakór og Skólakór SmáraskólaStjórnand: Ásta Magnúsdóttir 14:00 – 14:25Kór […]

Kársnes. Úr ræktarlandi í nútímabyggð

Anna María Bogadóttir arkitekt bregður ljósi á sögu Kársnessins en erindi hennar byggir á vinnu við byggðakönnun fyrir Kársnes. Í máli og myndum verður  farið yfir sérstöðu byggðar í sögulegu, skipulagslegu, hugmyndafræðilegu og umhverfislegu samhengi. Fyrirlesturinn fer fram í forsal Salarins. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin. Um Önnu Maríu: Anna María er arkitekt og […]

Sumargleði Bíbíar og Mandólín

Brynhildur Björnsdóttir söngkona með meiru býður til söngtónleika í fordyri Salarins þar sem hún býður sumarið velkomið ásamt vinum sínum Aðalheiði Þorsteinsdóttur píanóleikara og stórgleðisveitinniMandólín. Á efnisskrá eru uppáhaldslög úr öllum áttum. Við sögu koma smellir eftir Spilverk þjóðanna, Moses Hightower, Kate Bush, Astor Piazzolla og Kurt Weill svo nokkur séu nefnd.

Kvintettinn Kalais

Kvintettinn Kalais heldur tónleika í Salnum sunnudaginn 12. maí klukkan 13:30. Kvintettinn Kalais er skipaður hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, þeim Martial Nardeau flautuleikara, Matthíasi Nardeau óbóleikara, Grími Helgasyni klarínettleikara, Emil Friðfinnssyni hornleikara og Brjáni Ingasyni fagottleikara. Þeir félagar munu leika tvö verk eftir Martial, flautuleikara hópsins. Annað verkið nefnist  Divertissement eða Gletta, en hitt Missir […]

Síðdegisjazz með Rory og Sunnu

Rory Stuart og Sunna Gunnlaugs taka höndum saman á spennandi tónlistarstefnumóti í Salnum. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Tónleikarnir eru styrktir af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar. Jazzgítarleikarinn og tónskáldið Rory Stuart er búsettur í New York. Hann hefur hlotið frábæra dóma fyrir spilamennsku sína og verið nefndur einn besti […]