Magma gítardúó

Magma gítardúó, Svanur Vilbergsson og Óskar Magnússon,  frumflytur glænýja íslenska tónlist sem hefur sérstaklega verið samin fyrir þetta þetta tilefni. Þeir félagar hafa starfað saman um árabil á einn eða annan hátt og hafa getið sér gott orð sem bæði einleikarar og kammerspilarar hérlendis og erlendis.   Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan […]

Belonging?

Belonging? returns to Salurinn after its sold-out premier show last fall. Don’t miss these award winning foreign-born comedians as they explore the funny, strange and beautiful parts of immigrant life in Iceland.

Sunnanvindur – Eftirlætislög Íslendinga

Allt frá árinu 2021 hefur Grétar Örvarsson staðið fyrir tónleikum í Salnum í Kópavogi undir heitinu Sunnanvindur – Eftirlætislög Íslendinga. Þetta er nokkurs konar tónleikaröð þar sem efnisskráin er mismunandi milli tónleika. Grétar hefur fengið þekkta söngvara og hljóðfæraleikara til liðs við sig í gegnum tíðina og á tónleikunum 2. maí næstkomandi munu Páll Rósinkrans […]

Gervigreind og tónlist – hvað er að gerast?

Gervigreind hefur ruðst inn í líf okkar allra á síðustu tveimur árum. Hún er nú notuð í tónlist á ýmsum sviðum og hefur skapað ýmsa möguleika en einnig vandamál sem þarf að takast á við. Spurningar um sköpun, innblástur og tjáningu koma upp, en einnig hvernig þessi nýja tækni okkar getur hjálpað við hugmyndavinnu og […]

Tom Waits – Heiðurstónleikar

Valdimar Guðmundsson, Björn Jörundur, Hildur Vala og Sigurður Guðmundsson flytja ódauðleg lög kappans. Tónlist og textar Tom Waits hafa orðið mörgum innblástur og hann á gríðarlega traustan hóp fylgismanna sem hafa staðið með honum í gegnum þykkt og þunnt. Tónlistin er blús-, djass- og þjóðlagaskotin og hann hefur verið óhræddur við tilraunir á löngum tónlistarferli. […]

Fever!

Jazzkonur flytja lög Peggy Lee, Julie London, Judy Garland, Rosemary Clooney og Anita O’Day

Tveir flyglar á hádegistónleikum

Píanóleikararnir Peter Máté og Zeynep Üçbaşaran bjóða upp á óformlega hádegistónleika í Salnum, fimmtudaginn 23. janúar kl. 12:15. Efnisskráin er fjölbreytt og forvitnileg en hún er hluti af tónleikadagskránni All Roads Lead To Paris: Music for Two Pianos“ sem píanóleikararnir tveir munu bjóða upp á á tónleikum í Modena á Ítalíu og í Istanbul og […]

Stórtónleikar með Watachico á Safnanótt

Kristofer Rodríguez Svönuson, bæjarlistamaður Kópavogs, kynnir glænýja tónlist undir nafninu Watachico á stórtónleikum í Salnum á Safnanótt. Í tónlist sinni kannar Kristofer tónlistarhefðir Suður-Ameríku á sinn persónulega máta og bræðir inn í hljóðheim sinn. Útkoman er slagverksdrifin spunatónlist sem þræðir línuna á milli síkadelískrar latíntónlistar og sálma. Með Kristofer kemur fram stórskotalið tónlistarfólks, þau Birgir […]

Ljóðakvöld Blekfjelagsins

Verið innilega velkomin á ljóðakvöld Blekfjelagsins. Viðburðurinn fer fram í forsal Salarins og er haldinn í samstarfi við Kópavogsbæ í tilefni af Dögum ljóðsins 2025. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin. Blekfjelagið er nemendafélag ritlistarnema í Háskóla Íslands. Fjelagið stendur fyrir ýmsum viðburðum og útgáfu. Fram koma Elín Elísabet Einarsdóttir, Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir, Sunna Dís […]

Carpenters NOSTALGÍA

Guðrún Árný Karlsdóttir hefur sungið sig inn í hjörtu landsmanna yfir árin og stígur nú á svið með einvala liði hljóðfæraleikara undir stjórn Vignis Þórs Stefánssonar og syngur perlur Carpenters.Það verður öllu til tjaldað svo lögin fá að njóta sín sem best, enda eru útsetningar og raddsetningar Carpenters systkina ekkert smáræði.Léttleiki og ljúft yfirbragð verður […]

Fjölskyldutónleikar með Bríeti

Loksins heldur Bríet tónleika fyrir alla fjölskylduna 15. Mars 2025! Hææææ þetta er Bríet, ég veit að þið eruð búin að bíða lengi eftir fjölskyldu tónleikum og núna ætla ég að dansa með ykkur krökkunum! Ég ætla að fá vini mína Magnús Jóhann og Berg Einar til að spila með mér uppáhalds lögin mín og […]

Guðrún Gunnars – Skandinavia

Guðrún Gunnars söngkona býður til tónleika í Salnum ásamt 7 manna hljómsveit undir stjórn Ásgeirs Ásgeirssonar gítarleikara.  Hópurinn mun flytja lög eftir skandinavísk söngvaskáld, lög sem við heyrum sjaldan eða aldrei á öldum ljósvakanna hér heima og eru sum þekkt,önnur óþekkt.  Lög Bremnes systkinana norsku,Kari,Lars og Ola,verða fyrirferðarmikil en Cornelis Vreeswijk fær að fljóta með […]