Söngvaskáld | JFDR

JFDR er sólóverkefni Jófríðar Ákadóttur. Hún hóf feril sinn sem meðlimur í hljómsveitunum Pascal Pinon og Samaris en starfar nú sem sólólistamaður, kvikmyndatónskáld og hefur auk þess unnið og komið fram með fjölmörgum tónlistarmönnum eins og t.d. Ólafi Arnalds og Damien Rice. Síðasta plata hennar kom út í fyrra og ber heitið Museum en hún […]
Söngvaskáld | JóiPé x Króli

JóaPé og Króla þarf vart að kynna fyrir landsmönnum. Síðan 2017 hafa þeir drengir verið með vinsælustu tónlistarmönnum landsins og þekktir fyrir orkumikla og gríðarlega skemmtilega og lifandi framkomu. Strákarnir munu flytja alla sína helstu slagara í bland við nýtt efni sem von er á núna á næstu mánuðum. Söngvaskáld er röð innilegra tónleika þar […]
JAZZHREKKUR

Verið hjartanlega velkomin á ótrúlega skemmtilega hrekkjavökutónleika fyrir alla fjölskylduna. Flutt verður spriklandi ný jazztónlist undir yfirskriftinni Jazzhrekkur en lögin fjalla um fyrirbæri sem tengjast hrekkjavöku: til dæmis drauga, nornir, afturgöngur og kóngulær! Söngkonan Ingibjörg Fríða Helgadóttir, píanóleikarinn Sunna Gunnlaugsdóttir og kontrabassaleikarinn Leifur Gunnarsson flytja afturgöngublús, draugavals og fleira draugalegt og skemmtilegt. Tónlistin er samin af […]
Menningarkrakkar

Námskeiðið Menningarkrakkar fer fram dagana 19. – 22. ágúst frá 9 – 12. Myndlistarmennirnir Þór Sigurþórsson og Þuríður Sigurþórsdóttir munu hafa umsjón með námskeiðinu og leiða starfið. Bæði hafa þau mikla reynslu af listkennslu og skapandi vinnu með börnum. Forvitni verður höfð að leiðarljósi í vettvangsferðum um menningarhúsin og nágrenni þeirra. Í listasmiðjum verður sköpunarkrafturinn leystur […]
Draumur að vera með dáta

Ragnheiður Gröndal og Árabátarnir flytja lög sem allir þekkja frá miðbiki síðustu aldar. Um er að ræða hin svokölluðu stríðsáralög sem upphaflega voru sungin af dægurlagasöngkonum þess tíma. Má þar nefna Ingibjörgu Smith, Erlu Þorsteins, Elly Vilhjálms, Ingibjörgu Þorbergs, Hallbjörgu Bjarnadóttur, Öddu Örnólfs og Soffíu Karls. Þessi dagskrá var frumflutt á Jazzhátíð Garðabæjar nú í […]
Belonging?

Icelandic Immigrant Stand-up Comedy Award winning foreign-born comedians explore the funny, sometimes strange and beautiful parts of life while they learn to live in Iceland. Reykjavík Fringe Festival “Rising Star” award winning comedian Dan Roh presents five foreign-born comedians in a 90-minute comedy showcase. These diverse comedians have performed and won awards in the Edinburgh […]
AUKATÓNLEIKAR Tvíhöfði | Af fingrum fram í 15 ár

Forsala stendur til 10. ágúst 2024!
Himinn & jörð | Dægurlagaperlur Gunnars Þórðarsonar

Gunnar Þórðarsson er einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar fyrr og síðar. Hann hefur samið yfir 800 lög og hefur auk þess samið tónlist fyrir kvikmyndir og söngleiki. Einnig hefur hann útsett og stjórnað upptökum á fjölda hljómdiska. Á síðustu árum hefur Gunnar í vaxandi mæli fengist við klassíska tónlist og hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands flutt nokkur verka […]
State of the Art: Snorri Sigfús! 70! CAPUT!

Snorri Sigfús Birgisson 70 ára afmælistónleikar ásamt Caput kammersveit State of the Art lýkur fyrstu sjóferð sinni í Salnum í Kópavogi þar sem Snorra Sigfúsi verður fagnað af vinum hans í CAPUT og öllum sem vilja gleðjast með á lokatónleikum hátíðarinnar. Snorri er frábær píanóleikari og öflugt tónskáld sem hefur skapað sér einstaka rödd með […]
Orðaskipti

Melkorka Gunborg Briansdóttir, Júlía Gunnarsdóttir og Stefanía Stefánsdóttir Í verkefninu Orðaskipti skapa Stefanía, Júlía og Melkorka fjórar stuttmyndir yfir sumarið. Markmiðið er að kafa ofan í ólíkar tegundir samskipta – með orðum og án þeirra – í ýmsum aðstæðum og milli ólíkra einstaklinga. Lokasýning á stuttmyndunum fjórum verður fimmtudaginn 25. júlí í Salnum
Nordic Affect

Hinn rómaði tónlistarhópur Nordic Affect kemur fram á hádegistónleikum í Salnum og flytur tónlist sem hverfist um hafið, barokkverk og þjóðlög í bland. Selshamur, fárviðri, hafballaða og margt fleira kemur við sögu en sérstakir gestir verða Ian Wilson blokkflautuleikari og Eyjólfur Eyjólfsson söngvari sem jafnframt leikur á langspil og hvannarflautu. Nordic Affect hefur komið sér […]
Valdimar og Örn Eldjárn

Valdimar Guðmundsson hefur á síðustu árum haslað sér völl sem einn af ástsælustu söngvurum þjóðarinnar. Hann sló fyrst í gegn með plötunni Undraland með hljómsveit sinni, Valdimar og eftir það hefur hann sungið lög úr ýmsum áttum sem hafa ratað á vinsældarlista útvarpsstöðva landsins. Örn Eldjárn Kristjánsson hefur alla tíð sótt innblástur í náttúru Íslands. […]