Björn Thoroddsen og Janne Schaffer

Þessir tónleikar eru í hinni árlegu tónleikaröð, ”Gítarveisla Björns Thoroddsen” og verður þetta í 21. skiptið sem hátíðin er haldin. Sérstakur gestur verður sænski stórgítarleikarinn Janne Schaffer og auk hans verður með í för, samlandi hans, píanóleikarinn og söngvarinn Jonas Gideon. Gitarleikararnir Björn Thoroddsen og Janne Schaffer leika á tónleikum í Salnum í Kópavogi föstudaginn […]

Slagharpan syngur – íslensk píanóhátíð

Slagharpan syngur er íslensk píanóhátíð, stofnuð árið 2024. Á hátíðinni er íslensk píanótónlist í forgrunni frá hinum ýmsu tímabilum. Hátíðin saman stendur af fjöbreyttum viðburðum s.s. tónleikum, fyrirlestrum og kynningum.< Dagskrá hátíðarinnar fer fram á fjórum stöðum í Reykjavík, þ.e. í Listaháskóla Íslands, Menntaskóla í tónlist, Hannesarholti og Salnum í Kópavogi. Um 50 flytjendur,  kennarar […]

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og prakt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn. Jólasveinar bregða á leik, dansað verður í kringum jólatréð og fjöldi krakka í Kópavogi blása í lúðra og flytja jólalög. Boðið verður upp á fjölbreyttar aðventusmiðjur frá klukkan 15. Pólsk […]

Piparkökutrúðar | Silly Suzy og Momo

Falleg og skemmtileg fjölskylduskemmtun með áherslu á börn á aldrinum 4 til 9 ára. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Trúðavinkonurnar Silly Suzy og Momo eru jólabörn og hlakka ægilega mikið til hátíðarinnar. Silly Suzy hefur aldrei dvalið á Íslandi áður (hún er frá Clown Town í Bandaríkjunum) svo Momo […]

Tómas og við

Diddú, Örn Árna og Jónas Þórir snúa aftur með uppseldu tónleikana Tómas og við – Íslenskar söngperlur við ljóð Tómasar Guðmundssonar. Í þessari dagskrá ætla þau SIgrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) ,Örn Árnason og Jónas Þórir píanóleikari að flytja okkur nokkur ljóða Tómasar Guðmundssonar og syngja nokkur af þeim lögum sem samin hafa verið við kvæðin. Inn […]

Útgáfuhóf Byggðakönnunar Kársness

Velkomin í útgáfuhóf Byggðakönnunar Kársness. Í henni er sögulegt yfirlit um þróun byggðar og byggingarsögu Kársness. Staðháttum er lýst og greint frá upphafi og lykilþáttum í þróunbyggðarinnar, gerð grein fyrir húsum, mannvirkjum og náttúrusvæðum.

Raddbandið um jólin

Raddbandið syngur inn jólin á glæsilegum tónleikum í Salnum í Kópavogi þann 19. desember! Samkvæmt dagatalinu ætla söngdívur Raddbandsins að vera búnar að græja allt fyrir jólin í tæka tíð svo jólastressið nái ekki yfirhöndinni. Í ár munu þær loksins ná fullkomnum tökum á jólahátíðinni og móðurhlutverkinu. Sannkallaðar ofurkonur! Ætli þær toppi sig 19. desember? […]

Ipsa Dixit

Ipsa Dixit er kammerópera fyrir rödd, flautu, fiðlu og slagverk eftir bandarísku söngkonuna og tónskáldið Kate Soper. Verkið var frumflutt í New York árið 2016 af Soper sjálfri og The Wet Ink Ensemble. Það hlaut tilnefningu til Pulitzer verðlaunanna í tónlist árið 2017.  Tónlistargagnrýnandinn Alex Ross kallaði verkið 21. aldar meistaraverk í rýni sinni fyrir […]

Navidad Nuestra – jólatónleikaröð Los Bomboneros í Salnum

Kaupið miða á alla þrjá tónleikana á sérstöku verði! Jólaundirbúningur hljómsveitarinnar Los Bomboneros hefst á vænni flís af feitum sauð því hljómsveitin býður til sannkallaðrar veislu í desember þar sem engu verður til sparað. Fyrstu tónleikarnir verða þann 4.des þar sem hefðir bóleró – formsins og son cubano spilastílsins verðar heiðraðar. Gestur kvöldsins er enginn […]

Jólatónleikar Caudu Collective

Á jólatónleikum Caudu Collective verður flutt hátíðleg jólatónlist, ný og gömul, fyrir kammersveit og sönghóp. Tónleikarnir hefjast á nýrri útgáfu kafla úr verkinu Adest Festum, sem þær Sigrún Harðardóttir, Þóra Margrét Sveinsdóttir og Þórdís Gerður Jónsdóttir, sömdu út frá stefjabrotum úr tíðasöngvum Þorláks helga. Þorlákur var biskup í Skálholti á 12. öld og eru Þorlákstíðir […]

Una Torfa í jólafötunum

Una Torfa kíkir í Salinn í jólaskapi! Á notalegum tónleikum mun Una flytja blöndu af sínum eigin lögum og jólalögum sem henni þykir vænt um. Hafsteinn Þráinsson verður með Unu á sviðinu og leikur á gítar. Í jólastressinu er ekkert betra en að gefa sér góða kvöldstund til þess að slaka á og rifja upp […]

Jón Jónsson – Heim

Jón Jónsson fagnar 10 ár ára útgáfuafmæli plötunnar Heim með því að flytja hana í heild sinni á einstökum tónleikum í Salnum.