VAKA þjóðlistahátíð – Hátíðarvaka / VÖKUPARTÍ

VÖKU 2025 verður fagnað með veglegu veisluhaldi laugardaginn 20. september í forsal Salarins. Kvöldið hefst á hátíðarkvöldverði í boði Króníkunnar þar sem bragðlaukarnir fá sín notið, en ljúffengur matur verður borinn fram í sérstaklega skreyttum forsal, hönnuðum af Birni Loka hjá Krot & Krass og FÚSK, í tilefni hátíðarinnar. Undir borðhaldinu verða lifandi skemmtiatriði sem […]

Jólatónleikar með Margréti Eir

Stórsöngkonan Margrét Eir hefur í rúma þrjá áratugi heillað landsmenn með sinni kraftmiklu rödd, ótrúlegu hæfileikum og óneitanlegum sjarma en hún hefur fyrir löngu skipað sér sess sem ein okkar færasta og ástsælasta söngkona. Rödd Margrétar er ekki síst orðin ómissandi hluti af jólatónaflóðinu með öllu frá árlegum jólatónleikum í Fríkirkjunni í Hafnarfirði að hinum […]

Lögin hennar mömmu

Dýrðlegu dægurflugurnar sem mömmur okkar og ömmur sungu hástöfum við heimilisverkin á 5.,6. & 7. áratug síðustu aldar. Söngvararnir Hera Björk, Einar Örn og Bjarni “Töfrar” Baldvins leiða hér saman hesta sína og flytja lögin sem að mömmur & ömmur rauluðu við heimilistörfin á 5.,6. og 7.áratug síðustu aldar. Þau syngja lögin, segja sögurnar og […]

Jazzkonur & Jólin með Góa

Jazzkonur koma saman á sínum árlegu jólatónleikum í Salnum miðvikudaginn 17.desember! Á tónleikunum flytja þessar mögnuðu söngkonur öll sín uppáhalds jólalög ásamt jazztríói Vignis Þórs Stefánssonar. Sérstakur gestur þeirra í ár engin annar en stórleikarinn Gói Karlsson.  Tónleikarnir hefjast kl.20:00 og eru um 2 klst með hléi. Jazzkonur: Rebekka Blöndal Silva Þórðar  Kristjana Stefáns Gulla Ólafs […]

Góðgerðartónleikar Unu Torfa og Barnaheilla

Barnaheill – Save the Children á Íslandi og Una Torfa halda fjölskyldutónleika í Salnum, sunnudaginn 28. september kl. 17:00. Ágóði miðasölunnar rennur til styrktar neyðar- og þróunarstarfi Barnaheilla sem miðar að því að vernda börn gegn ofbeldi. Una Torfa er lagasmiður og söngkona úr Vesturbænum sem semur lög á íslensku um ástir, höfnun, hjartasár og […]

Björn Jörundur | Af fingrum fram | AUKATÓNLEIKAR

Hin lífsseiga spjalltónleikaröð Jóns Ólafssonar, Af fingrum fram, heldur ótrauð áfram inn í sextánda starfsvetur sinn í Salnum. ** Vegna mikillar eftirspurnar hefur nú verið bætt við aukatónleikum með Birni Jörundi í tónleikaröðinni Af fingrum fram, þann 17. október. Stjarna Björns Jörundar hefur oft skinið skært en kannski aldrei sem undanfarin misseri en hann hefur […]

Jólakötturinn & dularfulla kistan

JÓLAKÖTTURINN & DULARFULLA KISTAN er litrík og töfrandi jólasýning fyrir alla fjölskylduna. Í þetta sinn rambar Jólakötturinn óvænt inn í Salinn í Kópavogi. Þvert á þjóðtrú kemur í ljós að hann er besta skinn, þó að hann sé smá prakkari. Hann ætlar að segja börnunum fallega jólasögu, en skyndilega heyrast undarlegar raddir og óhljóð úr […]

Söngleikjastælar

Hægt er að kaupa miða á staka tónleika en við bendum á að áskriftarkort á alla þrenna tónleikana kostar aðeins 14.900 kr.

Á grænni grein

Grétar Örvarsson, Páll Rósinkranz, Unnur Birna og Ragnheiður Gröndal skapa sanna hátíðarstemningu þar sem gleði og tilhlökkun svífa yfir Salnum.. Þau munu flytja vinsæl og þekkt jólalög sem sækja hlýjar minningar liðinna jóla og kveikja hinn sanna jólaanda. Grétar og Pál þarf ekki að kynna. Þeir hafa fyrir löngu sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar. […]

Söngleikjastælar | Viðlag

Söngleikjastælar snúa aftur vegna fjölda áskoranna. Bjarni Snæbjörns og Sigga Eyrún mæta í Salinn með tónleikaröðina Söngleikjastæla.  Tónleikaröðin sló í gegn í fyrra og er óður til söngleikjanna þar sem ný og gömul söngleikjatónlist fær að njóta sín í meðförum reyndra söng-leikara ásamt hljómsveit. Gestir kvöldsins eru gleðisprengjurnar í Söngleikjakórnum Viðlagi. Viðlag hefur stimplað sig […]