Ipsa Dixit

Ipsa Dixit er kammerópera fyrir rödd, flautu, fiðlu og slagverk eftir bandarísku söngkonuna og tónskáldið Kate Soper. Verkið var frumflutt í New York árið 2016 af Soper sjálfri og The Wet Ink Ensemble. Það hlaut tilnefningu til Pulitzer verðlaunanna í tónlist árið 2017.  Tónlistargagnrýnandinn Alex Ross kallaði verkið 21. aldar meistaraverk í rýni sinni fyrir […]

Navidad Nuestra – jólatónleikaröð Los Bomboneros í Salnum

Kaupið miða á alla þrjá tónleikana á sérstöku verði! Jólaundirbúningur hljómsveitarinnar Los Bomboneros hefst á vænni flís af feitum sauð því hljómsveitin býður til sannkallaðrar veislu í desember þar sem engu verður til sparað. Fyrstu tónleikarnir verða þann 4.des þar sem hefðir bóleró – formsins og son cubano spilastílsins verðar heiðraðar. Gestur kvöldsins er enginn […]

Jólatónleikar Caudu Collective

Á jólatónleikum Caudu Collective verður flutt hátíðleg jólatónlist, ný og gömul, fyrir kammersveit og sönghóp. Tónleikarnir hefjast á nýrri útgáfu kafla úr verkinu Adest Festum, sem þær Sigrún Harðardóttir, Þóra Margrét Sveinsdóttir og Þórdís Gerður Jónsdóttir, sömdu út frá stefjabrotum úr tíðasöngvum Þorláks helga. Þorlákur var biskup í Skálholti á 12. öld og eru Þorlákstíðir […]

Una Torfa í jólafötunum

Una Torfa kíkir í Salinn í jólaskapi! Á notalegum tónleikum mun Una flytja blöndu af sínum eigin lögum og jólalögum sem henni þykir vænt um. Hafsteinn Þráinsson verður með Unu á sviðinu og leikur á gítar. Í jólastressinu er ekkert betra en að gefa sér góða kvöldstund til þess að slaka á og rifja upp […]

Jón Jónsson – Heim

Jón Jónsson fagnar 10 ár ára útgáfuafmæli plötunnar Heim með því að flytja hana í heild sinni á einstökum tónleikum í Salnum.

Fjaðrafok | Dunandi sveifla í Salnum

Hljómsveitin Fjaðrafok heldur tónleika og ball með danskennslu í anddyri Salarins í Kópavogi. Hver tími hefur sína partýtónlist og á millistríðsárunum var það dunandi sveifla sem tryllti lýðinn. Hljómsveitin Fjaðrafok hefur einsett sér að endurvekja þessa stemningu með tónlist frá þeim tíma. Hljómsveitin verður með tónleika í anddyri Salarins í Kópavogi þar sem allir eru […]

Nú er laufið fölnað

Bryndís Guðjónsdóttir og Eva Þyri Hilmarsdóttir flytja lög og ljóð eftir konur á hádegistónleikum í Salnum í Kópavogi. Lögin, sem eru allt of sjaldan flutt, spanna yfir rúma öld í tónlistarsögunni, þau elstu eru frá aldamótum 1900 og þau yngstu glæný.  Efnisskrá Þórunn Franz ( 1931-2018) | Valgerður ÓlafsdóttirÁstarkveðja Selma Kaldalóns (1919-1984) | Oddný KristjánsdóttirDraumurinn […]

Hýrar hátíðir – Hinsegin hátíðartónleikar

Hvað er hýrara en hátíðirnar? Marglit ljós, glitrandi stjörnur, litskrúðugir pakkar og óvæntir glaðningar! Söngvararnir Helga Margrét, Vigdís Þóra og Villi Ósk færa þér ylhýr jólalög ásamt frábærri hljómsveit. Öll hýrustu jólalögin, lög eftir hinsegin tónskáld og flytjendur, ásamt öllum okkar uppáhalds lögum. Fylltu hjartað af kærleika, tilhlökkun og öllum litum regnbogans.  Hugljúf og skemmtileg […]

Kjalar – Kveðjutónleikar

Undanfarin misseri hefur tónlistarmaðurinn Kjalar stigið fram í sviðsljósið og spilað sig inn í hjörtu margra landsmanna. Með þátttöku sinni í Idol og Söngvakeppninni veturinn 2023 stimplaði hann sig inn sem frábæran nýliða í íslensku tónlistarsenunni. Síðan þá hefur hann komið fram víða og fengið að njóta sín sem söngvari, píanóleikari og lagahöfundur. Nú í […]

Gömlu góðu jólin

Manstu eftir gömlu góðu jólunum ? Kertaljós og spil eplalykt, dúnmjúkur snjór, englahár, samvera og kannski lýsir þetta fallega ljóð Ómars Ragnarssonar stemmingunni sem við ætlum að reyna að fanga betur en nokkuð annað. MANSTU GÖMLU JÓLIN?Manstu gömlu jólin; mjúkan, hvítan snjó?Manstu, hvað við vorum glöð og áttum alltaf nóg.Það var margt svo einfalt, sem […]

Tómas og við

Diddú, Örn Árna og Jónas Þórir kynna: Tómas og við – Íslenskar söngperlur við ljóð Tómasar Guðmundssonar. Í þessari dagskrá ætla þau Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) ,Örn Árnason og Jónas Þórir píanóleikari að flytja okkur nokkur ljóða Tómasar Guðmundssonar og syngja nokkur af þeim lögum sem samin hafa verið við kvæðin. Inn á milli ljóða og […]

Ljóðstafur Jóns úr Vör 2025

Jón úr Vör

Ljóðstafur Jóns úr Vör verður afhentur við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi, þriðjudaginn 21. janúar 2025. Við sama tilefni verða úrslit kunngjörð í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs. Hildigunnur Einarsdóttir og Guðrún Dalía Salómonsdóttir flytja lög eftir Þorkel Sigurbjörnsson við ljóð Jóns úr Vör. Hljómsveitin Brek frumflytur nýtt lag við ljóð Jóns úr Vör. Boðið verður […]