Stefán Hilmarsson | Af fingrum fram í 15 ár

Forsala stendur til 10.ágúst 2024.
Jólajazz!

Jazzkonur kynna, Jólajazz! Nokkrar af fremstu djasssöngkonum landsins að blása til tónlistarveislu á aðventunni þann 29. og 30. nóvember í Salnum Kópavogi. Með þeim leikur tríó Vignis Þórs Stefánssonar. Sérstakur gestur er Bogomil Font. Ekki missa af þessu! Fram koma söngkonurnar: Kristjana Stefáns Rebekka Blöndal Silva Þórðardóttir Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir Sigrún Erla Grétarsdóttir Sérstakur gestur: […]
Vistarverur

KIMI tríó skipa Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir, söngkona, Katerina Anagnostidou, slagverksleikari og Jónas Ásgeir Ásgeirsson harmóníkuleikari. Á efnisskrá eru frumflutningur á Livia‘s Room eftir Þuríði Jónsdóttur og nýju verki eftir Kolbein Bjarnason. KIMI hefur vakið verðskuldaða eftirtekt og viðurkenningu fyrir ferskt og áhugavert efnisval en þau hafa starfað náið með fjölda tónskálda auk þess að hafa einbeitt sér […]
Í draumheimum

Draumar og þrár eru viðfangsefni þessara heillandi tónleika þar sem fléttast saman sígildir smellir og splunkuný tónlist í túlkun Ragnheiðar Ingunnar Jóhannsdóttur, sópransöngkonu og Evu Þyri Hilmarsdóttur, píanóleikara. Hér mætast draumkennd stef úr ólíkum áttum: Barnagælur, poppmúsík, leikhústónlist, einleiksverk og sönglög eftir nokkur af ástsælustu tónskáldum tónlistarsögunnar svo sem Franz Schubert, Jean Sibelius, Sergei Rachmaninov […]
Tímans kviða

Boðið verður upp á tónleikaspjall þar sem veitt verður innsýn í efnisskrá Tíbrártónleika dagsins hálftíma fyrir tónleikana, klukkan 13:00. Hér fléttast saman mögnuð kammerverk frá ólíkum heimum í flutningi píanókvartettsins Neglu en hann skipa fjórar ungar tónlistarkonur í fremstu röð; Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla, Anna Elísabet Sigurðardóttir, víóla, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, selló og Þóra Kristín Gunnarsdóttir […]
Óvænt svörun | Tónleikaspjall Tíbrár

Tónleikaspjall í tali og tónum þar sem veitt verður innsýn í efnisskrá Tíbrártónleika dagsins. Viðburðurinn fer fram í fordyri Salarins og hefst klukkan 13 en umsjón með spjallinu hefur Elísabet Indra Ragnarsdóttir. Á Tíbrártónleikum dagsins mun Cauda Collective frumflytja ný verk eftir Hafdísi Bjarnadóttur, Hauk Gröndal, Samúel J. Samúelsson og Sigrúnu Jónsdóttur.
Þorpið sefur | Tónleikaspjall Tíbrár

Tónleikaspjall í tali og tónum þar sem veitt verður innsýn í efnisskrá Tíbrártónleika dagsins. Viðburðurinn fer fram í fordyri Salarins og hefst klukkan 13 en umsjón með spjallinu hefur Elísabet Indra Ragnarsdóttir. Á Tíbrártónleikum dagsins munu Hildigunnur Einarsdóttir og Guðrún Dalía Salómonsdóttir flytja sjaldheyrða en áhrifaríka lagaflokka eftir Benjamin Britten, Þorkel Sigurbjörnsson og Maurice Ravel […]
Garún, Garún | Tónleikaspjall Tíbrár

Tónleikaspjall í tali og tónum þar sem veitt verður innsýn í efnisskrá Tíbrártónleika dagsins. Hægt verður að kaupa ljúffengar veitingar frá Krónikunni á meðan spjallið stendur yfir en umsjón með viðburðinum hefur Elísabet Indra Ragnarsdóttir. Á Tíbrártónleikum dagsins mun CAPUT flytja tvö mögnuð verk eftir John A. Speight, Djáknann frá Myrká og Klukkukvæði. Með CAPUT […]
Tímamót og fögnuður

Verið hjartanlega velkomin á hátíðartónleika í tilefni af 25 ára afmæli Salarins. Frumflutt verða átta splunkuný og glæsileg tónverk fyrir barnakóra í flutningi ungra söngvara úr Kársnesskóla, Hörðuvallaskóla og Smáraskóla. Stjórnendur skólakóranna eru Álfheiður Björgvinsdóttir, Ása Valgerður Sigurðardóttir og Ásta Magnúsdóttir. Lögin átta eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg; blíð og björt, kraftmikil og […]
Ráðstefna um barna- og unglingabókmenntir

Verið velkomin á hina árlegu barna- og unglingabókaráðstefnu sem undanfarin ár hefur verið í Gerðubergi en verður nú á Bókasafni Kópavogs. Viðburðurinn verður í fordyri Salarins.Þema ráðstefnunnar í ár er Grín í barnabókum. Dagskrá:kl.10:30 Embla Bachmann rithöfundurog fundarstjóri setur ráðstefnunakl. 10:45 Eygló Jónsdóttir rithöfundurHúmor sem styrkur og stoðkl. 11:15 Þórarinn Eldjárn rithöfundurBara grínast?kl. 11:45 Hádegishlékl. […]
Jól & Næs

Það verður í senn jólalegt og næs í Salnum þegar þau Ragga Gísla, Jónas Sig, Hildur Vala, Jón Ólafs og Ingibjörg Turchi rugla saman reytum sínum í Salnum, Kópavogi, eins og í aðdraganda síðustu jóla. Sumir tala um súpergrúppu en þau leiða allt slíkt hjá sér. Á tónleikunum Jól og næs má heyra jólalög, sólólög […]
TEENS – Questions for Teenagers

Hin rómaða kammersveit Ensemble MidtVest ásamt tónlistarstjörnunum Teiti frá Færeyjum, Nive frá Grænlandi og Ólöfu Arnalds frá Íslandi frumflytja verkið TEENS – Questions for Teenagers, glænýtt og hrífandi tónverk eftir Teit. Verkið TEENS – Questions for Teenagers er innblásið af röddum unglinga og viðtölum sem tekin voru við ungmenni frá Danmörku, Færeyjum, Grænlandi og Íslandi […]