Fræðslustarf

MEKÓ býður upp á fjölbreytta og metnaðarfulla lista- og menningarfræðslu fyrir ungmenni Kópavogsbæjar.

Fyrir frekari upplýsingar og skráningu skólahópa geta kennarar haft samband í meko@kopavogur.is.

Lista- og menningarfræðsla verður í boði fyrir leikskóla, þriðja, fjórða, sjöunda og tíunda bekk haustið 2022.

Nemendum í fyrsta, öðrum, fimmta, sjötta, áttunda og níunda bekk verður boðið að taka þátt í lista- og menningarfræðslu vorið 2023.

 

leikskólar í desember

Jólakötturinn er mikið ólíkindatól og hver veit hvar hann hefur falið sig? Fræðandi og skemmtilegur jólakattaratleikur á Bókasafninu.

Á Náttúrufræðistofu verður heimur fjölmargra kattategunda kynntur á spennandi hátt og nemendur fá að taka virkan þátt í dagskránni og bregða á leik. 

3. bekkur í október

Fimm mínútur aftur og aftur með tónlistartríóinu Pinguins í Gerðarsafni og Náttúrufræðistofu.

Tónleikarnir eru óvenjulegt og náið ferðalag þar sem hljóðið er rannsakað frá ýmsum sjónarhornum.

4. bekkur í september

Gói Karlsson, bæjarlistamaður Kópavogsbæjar, ræðir um sköpun út frá ólíkum sjónarhóli í Bókasafni Kópavogs.

7. bekkur í október

Hvernig má gera góðar sögur enn betri? Fyrirlestur með Gunnari Helgasyni.

Hvernig eru hin ýmsu fjölskylduform? Fyrirlestur með Felixi Bergssyni.

Ein stór fjölskylda söngskemmtun með Gunna og Felixi.

10. bekkur í nóvember

Góðan daginn, faggi er sjálfsævisögulegur heimildasöngleikur eftir Bjarna Snæbjörnsson og Grétu Kristínu Ómarsdóttur með glænýrri söngleikjatónlist eftir Axel Inga Árnason en verkið hefur fengið einróma lof leikhúsgesta og gagnrýnenda. 

HEIMSÓKNIR

Leik- og grunnskólabörn eru ávallt velkomin í heimsókn í menningarhúsin okkar.

Ef þú vilt bóka heimsókn fyrir hópinn þinn þá skaltu hafa samband við viðeigandi stofnun.

SUMARnámskeið

Árlega er boðið upp á þrjú sumarnámskeið fyrir krakka á grunnskólaaldri.

RATLEIKur

Teiknaðu, mældu og pældu í myndlist, arkitektúr, bókum, vegalengdum og náttúrunni í ratleik Menningarhúsanna. Þrautir fyrir alla fjölskylduna á Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Gerðarsafni, útivistarsvæði og Salnum. Ókeypis þátttaka í öllum húsum og hægt að fara aftur og aftur í leikinn enda ekkert eitt svar rétt. 

Ratleikur Menningarhúsanna liggur frammi í öllum húsum á íslensku, ensku og pólsku.