Þjónusta Salarins

Tónleikar & viðburðir

Viðburðahald í Salnum er afar fjölbreytt; söngtónleikar, hljóðfæraleikur, uppistand og leiksýningar, þar sem fram koma innlendir og erlendir listamenn. Salurinn hefur hlotið mikið lof fyrir góðan hljómburð og vandaða viðburði.

Salurinn rúmar 292 manns í sæti, 183 í sal og 109 á svölum, auk 6 hjólastólastæða. Tækjabúnaður Salarins er í hæsta gæðaflokki: fullkomið Meyer hljóðkerfi og góður ljósabúnaður. Í salnum eru tveir vandaðir flyglar, einn kröftugur Steinway og dásamlegur Bosendorfer.

Í Salnum er mikið lagt upp úr góðri þjónustu við listamenn og viðburðahaldara.

Fundir & ráðstefnur

Í Salnum er góð aðstaða fyrir ýmiskonar fundarhald. Allt frá smáum fundum í forsal hússins yfir í stórar ráðstefnur eða aðalfundi í stóra salnum. Góður tæknibúnaður hússins og aðstoð við tæknimál tryggir að fundir gangi smurt fyrir sig. 

Upptökur & streymislausnir

Fullbúið fjölrása upptökuver er tengt Salnum. Einstaklega vandað hljóðkerfi Salarins gerði það m.a. mögulegt að halda fyrstu Alþjóðlegu Raf- og Tölvutónlistarhátíðina, ART2000, sem haldin hefur verið hér á landi. 

Salurinn býður einnig upp á hágæða streymislausnir sem fyrirtæki geta nýtt sér til að streyma frá aðalfundum, fyrirlestrum og ráðstefnum.

Forsalur

Forsalur Salarins rúmar viðburði fyrir allt að 130 manns og hentar vel fyrir tónleikahald, kynningar og móttökur af ýmsu tagi.