Tónleikar & viðburðir
Viðburðahald í Salnum er afar fjölbreytt; söngtónleikar, hljóðfæraleikur, uppistand og leiksýningar, þar sem fram koma innlendir og erlendir listamenn. Salurinn hefur hlotið mikið lof fyrir góðan hljómburð og vandaða viðburði.
Salurinn rúmar 292 manns í sæti, 183 í sal og 109 á svölum, auk 6 hjólastólastæða. Tækjabúnaður Salarins er í hæsta gæðaflokki: fullkomið Meyer hljóðkerfi og góður ljósabúnaður. Í salnum eru tveir vandaðir flyglar, einn kröftugur Steinway og dásamlegur Bosendorfer.
Í Salnum er mikið lagt upp úr góðri þjónustu við listamenn og viðburðahaldara.