Framtíðaráform um Salinn kynnt

Í vor skipaði Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, starfshóp um málefni salarins. Hópnum var falið að taka út starfsemina, finna sóknarfæri og vera leiðbeinandi afl til framþróunar.

Hópinn skipa Védís Hervör Árnadóttir, tónlistakona og miðlunarstjóri SA, en hún er formaður hópsins, Davíð Þór Jónsson, tónlistamaður, Halldór Friðrik Þorsteinsson, heimspekingur en Soffía Karsldóttir, forstöðumaður menningarmála er starfsmaður hópsins.

Á morgun miðvikudaginn 11. september kl. 17 mun Védís Hervör kynna niðurstöður og svara spurningum. Axel Ingi Árnason, nýráðinn forstöðumaður Salarins, mun kynna komandi starfsár og fjalla stuttlega um sýn hans á starfsemina. Að því loknu verða í boði léttar veitingar og tækifæri gefst til þess að spjalla saman.

Viðburðurinn er öllum opin á meðan húsrúm leyfir.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

28. sep / kl. 10:00

05. okt / kl. 15:00

Sjá meira