06. des 20:00

Jólatónleikar Caudu Collective

Salurinn
4.900-5.900 kr.

Á jólatónleikum Caudu Collective verður flutt hátíðleg jólatónlist, ný og gömul, fyrir kammersveit og sönghóp.

Tónleikarnir hefjast á nýrri útgáfu kafla úr verkinu Adest Festum, sem þær Sigrún Harðardóttir, Þóra Margrét Sveinsdóttir og Þórdís Gerður Jónsdóttir, sömdu út frá stefjabrotum úr tíðasöngvum Þorláks helga. Þorlákur var biskup í Skálholti á 12. öld og eru Þorlákstíðir með elstu nótnahandritum sem varðveist hafa á Íslandi.

Þá verður fluttur fyrsti af þremur þáttum úr óratoríunni Messías sem Händel skrifaði um líf og dauða Jesú. Fyrsti hlutinn er endursögn af jólaguðspjallinu og verður á þessum tónleikum fluttur af fjórum einsöngvurum, sem einnig syngja kórkaflana, auk lítillar kammersveitar.

Í lok tónleikanna gefst gestum tækifæri til að syngja jólasálma ásamt einsöngvurunum við undirleik hljómsveitarinnar.

Deildu þessum viðburði

Sjá meira

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

Sjá meira