Allt frá árinu 2021 hefur Grétar Örvarsson staðið fyrir tónleikum í Salnum í Kópavogi undir heitinu Sunnanvindur – Eftirlætislög Íslendinga. Þetta er nokkurs konar tónleikaröð þar sem efnisskráin er mismunandi milli tónleika. Grétar hefur fengið þekkta söngvara og hljóðfæraleikara til liðs við sig í gegnum tíðina og á tónleikunum 2. maí næstkomandi munu Páll Rósinkrans og söngkonan Unnur Birna Björnsdóttir stíga á svið með Grétari. Tónleikarnir marka tímamót að því leyti að þetta er í fyrsta sinn sem Grétar og Páll taka höndum saman og standa að tónleikum.
Á efniskránni er fjölbreytt úrval laga sem eiga það sameiginlegt að hafa orðið vinsæl í flutningi íslenskra hljómsveita og söngvara allt frá sjötta áratugnum. Þetta eru því sannkölluð eftirlætislög sem eiga djúpar rætur í þjóðarsálinni. Sem dæmi má nefna lög eins “Liljan”, “Ég er kominn heim”, “Í rökkurró”, “Segðu ekki nei”, “Minningar”, “Því ertu svona uppstökk?”, “Sunnanvindur”, “Óbyggðirnar kalla” og “Þannig týnist tíminn”.
Úrvalslið hljóðfæraleikara skipar hljómsveitina: Haukur Gröndal klarinett- og saxófónleikari, Pétur Valgarð gítarleikari, Þórir Úlfarsson píanóleikari, Eiður Arnarsson bassaleikari og Sigfús Óttarson trommuleikari. Auk þess leikur Grétar sjálfur á hljómborð og Unnur Birna á fiðlu.