11. okt 20:00

Havanablús Tómasar R.

Salurinn
Los Bomboneros y sus Bombasticos ásamt Mugison og GDRN
7.900 - 9.900 kr.

Los Bomboneros, hinir glaðbeittu sendiherrar íslenskrar latíntónlistar, efna til einstakra stórsveitartónleika þann 11. október í Salnum í Kópavogi. Þar stýrir Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir stórsveitarútgáfu hljómsveitarinnar – Los Bombasticos –  sem mun flytja margar helstu perlur Tómasar R. Einarssonar en þennan ástsæla lagahöfund og bassaleikara má með sanni kalla Latínbónda Íslands.

Í lögum Tómasar frá meira en 40 ára ferli fléttast saman djass, íslenskur stormur og kúbanskur hiti. Á þessum óvenjulegu tónleikum munu helstu stórsveitarútsetjarar landsins klæða lögin í skæran og litríkan stórsveitarbúning og gestasöngvararnir Mugison og GDRN setja mark sitt á lög Tómasar með seiðmagnaðri nærveru sinni.

Missið ekki af þessu einstaka tækifæri í Salnum í Kópavogi til að upplifa íslenska latínmúsík og stórsveitarkraft fléttast saman í töfrandi tónlistarupplifun!

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

Sjá meira