20. jún 17:00 – 18:00

Ingibjörg Turchi og hljómsveit | Sumarjazz í Salnum

Ingibjörg Turchi kemur fram ásamt hljómsveit sinni í forsal Salarins í tónleikaröðinni Sumarjazz í Salnum. Hljómsveitina skipa Ingibjörg Turchi á rafbassa, Hróðmar Sigurðsson á gítar, Tumi Árnason á saxófón, Magnús Jóhann Ragnarsson á píanó og Matthías M. D. Hemstock og Kristofer Rodriguez Svönuson á slagverk.

Tónlist Ingibjargar má lýsa sem einskonar blöndu hins rafmagnaða og hins náttúrulega. Ingibjörg og félagar skapa einstakan og dáleiðandi hljóðheim þar sem hið kunnuglega verður framandi á ný. Ingibjörg hefur m.a. hlotið Kraumsverðlaunin, viðurkenningu fyrir plötu ársins hjá Morgunblaðinu og fengið Íslensku tónlistarverðlaunin.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Léttar veitingar til sölu.


Sumarjazz í Salnum sumarið 2024

13. júní: Bogomil Font og hljómsveit
20. júní: Ingibjörg Turchi og hljómsveit
27. júní: MOVE, kvartett Óskars Guðjónssonar
4. júlí: Tríó Kristjönu Stefánsdóttur
11. júlí: Kvartett Edgars Rugajs
18. júlí: Los Bomboneros

Sumarjazz í Salnum er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Deildu þessum viðburði

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

Sjá meira