21. feb 12:15 – 13:00

Jelena Ciric

Undurfallegir hádegistónleikar með söngkonunni og söngvaskáldinu Jelenu Ciric sem kemur fram ásamt Karli Pestka á víólu og Margréti Arnardóttur á harmonikku.

Jelena hefur heillað áheyrendur víða með sinni mögnuðu söngrödd, hlýjum og djúpum lagasmíðum og einstökum hæfileikum til að miðla sögum. Í tónlist hennar má greina áhrif úr ólíkum áttum, meðal annars frá Serbíu, þar sem Jelena fæddist sem og frá Kanada þar sem Jelena ólst upp.

Jelena hefur verið búsett á Íslandi til margra ára og tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi með tónleikahaldi og plötuútgáfu. Hún hefur hlotið fjórar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna og hlaut árið 2021 Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu sína Shelters One sem var valin Þjóðlagaplata ársins.

Önnur stuttskífa Jelenu, Shelters Two, sem kom út í október 2023 var tilnefnd til Kraumsverðlaunanna.

Hér gefst einstakt tækifæri til að hlýða á Jelenu og hljómsveit hennar áður en haldið verður til Kanada í tónleikaferðalag.

Ljósmynd af Jelenu Ciric: Juliette Rowland

Ókeypis er á tónleikana og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Tónleikarnir eru liður í viðburðaröðinni Menning á miðvikudögum sem styrkt er af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Deildu þessum viðburði

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

05. okt / kl. 15:00

Sjá meira