15. jún 17:00

Marína Ósk 

Sumarjazz í Salnum er röð síðdegistónleika á fimmtudögum í júní. Tónleikarnir hefjast kl. 17 en húsið opnar kl. 16. Aðgangur ókeypis. Tónleikarnir fara fram í forsal Salarins og opið verður á barnum. Síðastliðin ár hefur verið troðfullt og gífurlega góð stemning á þessum skemmtilegu tónleikum.

Söngkonan og lagahöfundurinn Marína Ósk hefur síðustu misseri fangað tónlistareyru og augu landans. Nýjasta plata hennar, “One Evening in July” (2022) hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og fyrir tónverk af þeirri plötu hlaut Marína Ósk Íslensku tónlistarverðlaunin 2023 auk þriggja annarra tilnefninga. Hún mætir nú á Sumarjazz í Salnum ásamt góðum vinum og mun flytja þar lög af umræddri plötu, auk annarra vel valinna gersema úr íslensku dægurlagasöngbókinni. 

Tónlist Marínu Óskar ber með sér anda eldri tíma þegar rómantík og hlýyrði gengu hönd í hönd niður eftir Laugarvegi og hámarkshraði gatna var almennt undir 50 km/klst. Ást hennar á jazztónlist frá 50’s og 60’s síðustu aldar má greina auðveldlega og leika áheyrilegar laglínur og snoppufríðir textar lausum hala, áheyrendum til yndisauka og hjartahlýju. 

Með henni leika þeir Steingrímur Teague og Andri Ólafsson, sem báðir eru í hópi okkar þekktustu tónlistarmanna og m.a. meðlimir í hljómsveitinni Moses Hightower.

Fram koma:
Marína Ósk – söngur
Steingrímur Teague – píanó
Andri Ólafsson – kontrabassi

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

05. okt / kl. 15:00

Sjá meira