17. jan 20:00

Ögrandi rómantík

Tónleikaröðin TÍBRÁ er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogs og hefur skipað stóran sess í íslensku tónlistarlífi.
4.200 - 4.800 kr.

Ungt og framúrskarandi tónlistarfólk tekst á við fjölbreytt litróf píanókvartetta á þessum áhugaverðu tónleikum þar sem saman renna gamalt og nýtt. Judith Weir er á meðal eftirsóttustu tónskálda samtímans en eftir hana hljómar í fyrsta sinn á Íslandi heillandi píanókvartett frá árinu 2000. Alfred Schnittke og Gustaf Mahler eiga í frjóu samtali þvert á aldir en kvartett Schnittkes frá 1988 er ljóðræn og örstutt hugleiðing um píanókvartett  Mahlers. Kvartett Mahlers er í einum þætti, saminn af 17 ára gömlu tónskáldi og er eina framlag þessa magnaða sinfóníuskálds til kammertónlistarinnar. Fjórða verkið á tónleikunum er svo hárómantískur píanókvartett Schumanns sem sver sig um margt í ætt við hinn stórfenglega píanókvintett tónskáldsins sem er frá sama skeiði en píanókvartett Schumanns er fullur af birtu, angurværð og fegurð.

Tíbrá tónleikaröð er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs

 

Efnisskrá:

Gustav Mahler (1860 – 1911):   
Píanókvartett í a-moll

Alfred Schnittke (1934 – 1998): 
Píanókvartett

Judith Weir (1954 – ):    
Píanókvartett (frumflutningur á Íslandi)

Robert Schumann (1810 – 1856):  
Píanókvartett í Es-dúr

FRAM KOMA

Sólveig Steinþórsdóttir

fiðla

Anna Elísabet Sigurðardóttir

víóla

Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir

selló

Þóra Kristín Gunnarsdóttir

píanó

Deildu þessum viðburði

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

12. maí / kl. 13:30

24. maí / kl. 20:00

Sjá meira