07. feb 20:00

Öskubuska og Hnotubrjóturinn

Tónleikaröðin TÍBRÁ er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogs og hefur skipað stóran sess í íslensku tónlistarlífi.
4.200 - 4.800 kr.

Gera má ráð fyrir mikilli flugeldasýningu á þessum tónleikum þar sem hljóma tveir rússneskir ballettar í litríkum glæsiútsetningum fyrir tvo flygla.

Öskubuska Prokofievs og ekki síður Hnotubrjótur Tchaikovskys eru á meðal ástsælustu balletta tónlistarsögunnar, sá fyrri saminn í skugga seinni heimsstyrjaldar á árunum 1940 – 1944 en er þrátt fyrir það fullur af gáska og fjöri og er á meðal eftirsóttustu verka Prokofievs.  Vart þarf að fjölyrða um vinsældir Hnotubrjóts Tchaikovskys en þetta hrífandi ævintýri var frumflutt í Pétursborg 1892.

Útsetningarnar gerðu píanóvirtúósarnir Mikhail Pletnev (Öskubuska) og Nicolas Economou (Hnotubrjóturinn) en báðar eru þær dásamlega skemmtilegar og setja tónlistina í nýtt samhengi.  

Tíbrá tónleikaröð er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs

 

Efnisskrá:

Pjotr Tchaikovsky (1893 – 1840):  Hnotubrjóturinn, svíta fyrir tvö píanó úr ballettinum

Sergei Prokofiev (1891 – 1953):  Öskubuska, svíta fyrir tvö píanó úr ballettinum

FRAM KOMA

Erna Vala Arnardóttir

píanó

Romain Þór Denuit

píanó

Deildu þessum viðburði

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

Sjá meira